Archives

Morgunrútína

 Ég er farin að byrja daginn á því að fá mér te í stað þess að fá mér kaffi, undarleg nýjung hjá mér þar sem ég er mikil kaffimanneskja. Dagurinn í dag verður ljúfur, ég finn það á mér. Eftir smá stund fer ég í leikfimistímann minn  og síðan beinustu leið að hitta góða vini. Það plan getur einfaldlega ekki klikkað.  Ég vona að þið eigið góðan dag  xxx Eva Laufey Kjaran

Summertime

 Góð helgi að baki í sveitinni. Fórum í útskriftarveislu hjá frænda hans Hadda, hittum gott fólk, borðuðum góðan mat og drukkum vín. Det var så dejlig! Það er líka svo gaman að keyra um landið okkar, ég og Haddi höfum ákveðið að vera dugleg við að ferðast innanlands í sumar. Það er svo mikið fallegt að sjá og skoða.  Það væri virkilega skemmtilegt ef ég gæti platað ykkur lesendur góðir ef þið hafið tíma til,  að deila með mér frá áhugaverðum og fallegum stöðum sem þið hafið heimsótt.  Með hvaða stöðum mælið þið þegar túristarnir á Skaganum ætla að ferðast um landið? 😉  Fallegi blái hringurinn minn og jakkinn sem ég fékk frá Mareni minni  Elsku maðurinn minn, svo sætur.  Ég vona að þið hafið átt…

Góða helgi

Þessi vika hefur liðið afskaplega hratt. Nú er ég byrjuð í sumarvinnunni.  Það er svo gaman að hitta vinnufélagana á ný og mér finnst agalega skemmtilegt í vinnunni.  Byrjaði á því að fara í morgunflug og fer í annað morgunflug í fyrramálið.  Eftir vinnu á morgun ætlum við Haddi að fara á Hvolsvöll og eyða helginni þar. Borða góðan mat og hitta gott fólk. Þannig þetta stefnir í góða helgi. Ég vona að þið eigið góða helgi.  Í kvöld fékk ég mér  dásamleg jarðaber. Súkkulaðihjúpuð Íslensk jarðaber, jummí. Algjört æði. Mæli svo sannarlega með því að þið gerið vel við ykkur um helgina. Það er nú einu sinni helgi! xxx Eva Laufey Kjaran

Bakaðar paprikur fylltar með grænmeti og kúskús

Bakaðar paprikur fylltar með grænmeti og kúskús 2 rauðar paprikur. Ýmist skornar í tvennt og stilkurinn látinn halda sér eða bara lokið skorið af. Mikilvægt að fræin séu fjarlægð.  1/2 kúrbítur, skorinn litla bita 6 – 8 kirsuberjatómatar, skornir í litla bita 1/2 græn paprika, fræhreinsuð og skorinn í litla bita 4 – 5 sveppir, skornir í litla bita 1 tsk karrý 1 – 2 msk ólífuolía 80 – 100 g fetaostur 100 g kúskús Rifinn ostur, hér um bil 1 msk yfir hverja papriku Salt og nýmalaður pipar 1 – 2 msk fersk krydd t.d. graslaukur, basilika eða rósmarín. Það er um að gera að nota það grænmeti sem þið eigið inn í ísskáp, það er hægt að nota hvaða grænmeti sem er. Um…

Ísland, fagra Ísland.

 Ég og Haddi eyddum helginni á Hvolsvelli, á leiðinni á Hvolsvöll þá stoppuðum við á nokkrum stöðum m.a. Þingvöllum, Laugarvatni og hjá Gullfoss. Mikið sem það var huggulegt, ég hefði þó viljað staldra lengur við á hverjum stað því veðrið var unaðslegt og náttúran ótrúleg.   Fórum í sund á Laugarvatni og fengum okkur auðvitað ís á eftir.   Gullfoss, ótrúlega ótrúlega fallegur.  Borðuðum kvöldverð á Hótel Rangá. Mæli innilega með því að þið skellið ykkur þangað.  Maturinn ó maturinn! Það sem var í miklu uppáhaldi hjá mér var Lundinn. Ég verð agalega svöng að skrifa hér um matinn, hann var lostæti og staðurinn mjög huggulegur, umhverfið er svo ótrúlega fallegt.   Fiskur dagsins. Jummí. Mér finnst þetta svo fallegur og litríkur réttur.  Hótel Rangá.  Ég vona að…

Ofnbakaður lax

  Ofnbakaður lax  1 laxaflak 3 msk ólífuolía  1 msk smjör Safi úr 1/2 sítrónu  1/2 búnt af graslauk Maldon salt og nýmalaður pipar eftir smekk 4 – 5 hvítlauksgeirar 6 – 8 kirsuberjatómatar  Einfaldur og dásamlegur lax. Ég lét eitt laxaflak á álpappír, stráði Maldon salti og nýmöluðum pipar yfir flakið. Skar graslauk og hvítlauk niður, mjög smátt og dreifði yfir. Ákvað svo að skera fáeina kirsuberjatómata og setja með. Safi úr 1/2 sítrónu sáldrað yfir ásamt ólífuolíunni og smjörinu. Inn í ofn í 15 mínútur við 180°C.  Meðlætið var ansi einfalt, skar niður sætar kartöflur og venjulegar kartöflur. Lét þær á álpappír, hellti smávegis af olíu yfir og stráði Maldon salti og pipar yfir þær sömuleiðis. Blandaði þessu vel saman og lét þær…

Eurovision gleði

Helgin er búin að vera ansi ljúf, í raun er enn helgi og því ætla ég að liggja út í garði í dag og njóta sólarinnar. Á laugardaginn var smá eurovision gleði hér heima við, það var ótrúlega skemmtilegt. Ég hef örugglega sagt það áður og segi það enn og aftur, ég á svo skemmtilega vini!  En nú ætla ég að slökkva á tölvunni og koma mér út í blíðuna.  Ég vona að þið eigið eftir að eiga góðan dag. xxx Eva Laufey Kjaran

Sex sumarlegir eftirréttir

Í nýjasta tölublaði Gestgjafans finnið þið m.a. sex sumarlega eftirrétti.  Ég mæli með því að þið nælið ykkur í þetta flotta grillblað, margar grilluppskriftir sem væru t.d. sniðugar í júró teitin. Mig langar allavega að fara að grilla, hugsa að ég geri það um helgina. Góða helgi elsku þið, gleðilega júró helgi öllu heldur!  xxx Eva Laufey Kjaran

Mexíkósk kjúklingasúpa

Ég er mikil súpu kona og finnst fátt betra en góð súpa. Þessi kjúklingasúpa er í miklu uppáhaldi, mér finnst hún best þegar að hún er búin að malla lengi. Það er best að taka sér góðan tíma til þess að dúlla sér við súpugerð. Það er líka svo notalegt að hafa góða súpulykt ilma um heimilið. Mexíkósk kjúklingasúpa Þessi uppskrift er fyrir 5 – 6 manns.  4 – 5 kjúklingabringur 1 rauð paprika 1 græn paprika 2 gulrætur 1/2 blaðlaukur  4 – 5 hvítlauksgeirar 1 laukur  1 grænt eða rautt chili, ég gleymdi að kaupa chili svo ég notaði 1 tsk af þurrkuðum chili pipar 2 msk olía  1 dós saxaðir tómatar 1 1/2 – 2 teningar af kjúklingakrafti 2 – 3 tsk karrý…

21.05.12

Komin heim eftir ansi ljúfa daga í Noregi. Það er svakalega gott að vera komin heim en mikil ósköp er erfitt að kveðja fjölskylduna og ég er hálf vængjabrotin fyrstu dagana hér heima án þeirra. Virkilega virkilega erfitt.  Sem betur fer er þó ekki langur tími þar til ég sé þau aftur. Það er ótrúlega gott að eiga góðan mann sem gott er að koma heim til og hann huggar sína konu þegar þess þarf.  Ég er rík að eiga góða fjölskyldu hér heima við og yndislega vini.  Veðrið í dag var algjör dásemd, ég naut mín í sólinni á florída skaganum. Ég hef grun um að þessi vika verður sérlega skemmtileg..Ég er búin að bíða eftir þessari viku í ár. Við erum að tala…

1 44 45 46 47 48 80