Komin heim eftir ansi ljúfa daga í Noregi. Það er svakalega gott að vera komin heim en mikil ósköp er erfitt að kveðja fjölskylduna og ég er hálf vængjabrotin fyrstu dagana hér heima án þeirra. Virkilega virkilega erfitt. Sem betur fer er þó ekki langur tími þar til ég sé þau aftur. Það er ótrúlega gott að eiga góðan mann sem gott er að koma heim til og hann huggar sína konu þegar þess þarf. Ég er rík að eiga góða fjölskyldu hér heima við og yndislega vini.
Veðrið í dag var algjör dásemd, ég naut mín í sólinni á florída skaganum. Ég hef grun um að þessi vika verður sérlega skemmtileg..Ég er búin að bíða eftir þessari viku í ár. Við erum að tala um þrjú, ekki eitt , ekki tvö, heldur þrjú kvöld sem eru tileinkuð eurovision. Það gleður mig ómælt! Ég er mikill eurovision aðdáandi og er sérlega ánægð með framlag íslendinga í ár. Ég vona að við vinnum – ég vona það á hverju ári. Hvur veit!
Ég vona að þið eigið góða viku.
Daníel Mar yngsti prinsinn minn var svo huggulegur við frænku sína, gaf henni hálsmenn sem hann bjó til á leikskólanum.
Mér finnst það ósköp fallegt.
Mér finnst það ósköp fallegt.
xxx
Eva Laufey Kjaran