Góða helgi

Þessi vika hefur liðið afskaplega hratt. Nú er ég byrjuð í sumarvinnunni.
 Það er svo gaman að hitta vinnufélagana á ný og mér finnst agalega skemmtilegt í vinnunni. 
Byrjaði á því að fara í morgunflug og fer í annað morgunflug í fyrramálið. 
Eftir vinnu á morgun ætlum við Haddi að fara á Hvolsvöll og eyða helginni þar. Borða góðan mat og hitta gott fólk. Þannig þetta stefnir í góða helgi. Ég vona að þið eigið góða helgi. 
Í kvöld fékk ég mér  dásamleg jarðaber. Súkkulaðihjúpuð Íslensk jarðaber, jummí. Algjört æði. Mæli svo sannarlega með því að þið gerið vel við ykkur um helgina. Það er nú einu sinni helgi!
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *