Tíu uppáhalds hlutirnir mínir í Séð og heyrt. xxx Eva Laufey Kjaran
Tíu uppáhalds hlutirnir mínir í Séð og heyrt. xxx Eva Laufey Kjaran
Ég fór í fyrsta skipti til Toronto í vikunni. Borgin er að mínu mati sérlega skemmtileg, stórborg sem býður líka upp á rólegt umhverfi. Háhýsi einkenna borgina og fallegar strendur. Mér finnst mjög gaman í stórborgum en stundum finnst mér þær svolítið kæfandi og þá er gott að bregða sér í aðeins þægilegra umhverfi, það er svo sannarlega hægt að gera það í Toronto. Ég naut mín á litlum ströndum sem eru að finna á nokkrum stöðum í borginni við sjávarsíðuna, þá leið mér eins og ég væri ein í heiminum með bókina mína. Við fórum líka út í Center Island, sem er eyja rétt fyrir utan Toronto. Virkilega skemmtilegt að koma þangað og margt hægt að gera þar. Ég átti mjög notalega daga í…
Það var hún Bryndís (bro11@hi.is) sem vann gjafabréfið í þetta sinn. Innilega til hamingju með gjafabréfið Bryndís og njóttu vel. Alls tóku 305 manns þátt í gjafaleiknum. Þúsund þakkir fyrir þáttökuna. Ansi skemmtilegt 🙂 Ég mæli þó innilega með því að þið farið og eigið notalega kvöldstund með ykkar fólki á Reykjavík Restaurant. Góður matur og góður félagsskapur er uppskrift að ansi yndislegu kvöldi. xxx Eva Laufey Kjaran
Vaknaði í morgun við sólskin! Það var ansi ánægjulegt. Ég og vinkonan mín hún Oddný fórum í lunch á Garðakaffi, mjög huggulegt kaffihús hér á Akranesi. Mæli innilega með því! Fengum okkur dýrindis Garðaloku og gott kaffi, sátum úti og sóluðum okkur. En nú er komið að því að huga aðeins að garðinum, þessi arfi reitir sig ekki sjálfur. Ég vona að þið eigið góðan dag í sólinni. Oddný er í algjörum sérflokki, svo mikið yndi. xxx Eva Laufey Kjaran
Banana hamingja Þessi ís er af einföldustu gerð, nákvæmlega eins og við viljum hafa það. Bananar eru guðdómlegir, hægt að nota þá í allt. Ég sá skemmtilega uppskrift af banana ís og ákvað að slá til og prufa. Þessi ís kom mér skemmtilega á óvart, bragðgóður og ferskur. 1 banani, skorinn í litla bita og frosinn 1/2 tsk vanilla extract 1/2 dl mjólk Frosin bláber, skraut Rifið dökkt súkkulaði, skraut Ég skar niður banana og lét í frysti í nokkrar klukkustundir, mjög sniðugt ef þið eigið banana sem eru að verða frekar brúnir að skera þá í litla bita og setja í frysti. Agalega þægilegt að nota þá til þess að laga ís, í booztinn eða í baksturinn. En að máli málanna , allt er sett…
Ég held að það sé fátt huggulegra en að klæða sig upp og fara fínt út að borða með góðu fólki. Að gera sér almennilegan dagamun og njóta. Restaurant Reykjavík er glæsilegur veitingastaður í hjarta borgarinnar. Húsið var byggt árið 1863 svo það má með sanni segja að þetta sé veitingastaður með sál. Það ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi á glæsilega matseðlinum. Hvort sem það er í hádeginu eða að kvöldi til. Ég er handviss um að við eigum nokkra sumardaga eftir og þá er nú huggulegt að sitja úti á pallinum og snæða ljúffenga máltíð með góðu fólki. Þið lesendur góðir eigið möguleika á að næla ykkur í gjafabréf að andvirði 15.000 kr. á veitingastaðnum Restaurant Reykjavík. Það sem þið…
Smábitakökur í hollari kantinum Ég geri mér stundum smábitakökur í hollari kantinum, sérstaklega þegar skólinn er að byrja. Agalega gott að grípa þessar kökur með sér í morgunsárið. Þær eru líka ferlega sniðugar sem millimál. Ég geri þær voða sjaldan eins, nota bara það sem ég á til heima hverju sinni. Þessi uppskrift heppnaðist ágætlega og ég er ánægð með kökurnar. Prófaði í kaffitímanum eina köku með osti og það var ansi ljúffengt, svo það má með sanni segja að þessar kökur eiga alltaf vel við 🙂 En hér kemur uppskriftin, ca 12 kökur. 2 bananar, stappaðir 1 bolli döðlur, skornar í litla bita og lagðar í bleyti í 1 – 2 mín. 2 bollar haframjöl 1 msk gróft hnetusmjör 1 1/2 msk hörfræ Smá…
Um helgina þá skrapp ég til Reyðarfjarðar, það eru tæplega sex ár frá því að við fjölskyldan fluttum þaðan svo það var kominn tími til að heimsækja bæinn. Reyðarfjörður er einn fallegasti bær á Íslandi og ég hvet ykkur til þess að heimsækja bæinn. Bærinn er svo vinalegur og fallegur. Ég prísa mig sæla að hafa fengið að búa þar í nokkur ár. Það var ótrúlega gott að hitta vinkonur mínar, rifja upp gamla tíma, ótrúlega skemmtilega tíma! Þó svo að margt hafi breyst á þessum árum þá fannst mér einsog ég hefði átt heima þar alla mína tíð, svo gaman var að hitta vini mína aftur. Veðrið var stórkostlegt þessa helgina. Þegar að ég kom á föstudaginn þá var sólskin og 26°C hiti! Ég…
Fjórar morgunvaktir að baki þessa helgina og næturflug í nótt. Það má með sanni segja að það hafi verið fjör hjá mér um helgina, en ég var einmitt ein af þeim fimm sem voru á Akranesi um helgina. Ég gafst upp á því að vera á netinu þar sem annar hver vinur minn á facebook henti inn myndum af fjörinu í Eyjum eða á Ísafirði. Þar sem netið var ekki í boði, þá voru það blessuð húsverkin sem biðu. Ég náði að sortera fataskápinn, taka almennilega til, horfði á ÓL (húsverk) meira en góðu hófi gegnir, það var komið út í það að amma var að hvetja mig til þess að byrja að æfa fimleika. Ég gæti þetta sko alveg ef ég byrjaði að æfa…
Ég hitti þessi uppáhöld í dag á veitingastaðnum Snaps. Ótrúlega skemmtilegur staður og maturinn ljúffengur. Mæli innilega með því að þið skellið ykkur! Skál, fyrir miðvikudegi. Cesar salatið girnilega Smörrbröð einsog þau gerast best, dásamlegt! Svo fórum við upp á þak í sólbað, Eva Laufey Ingibjörg var í stuði. Það er allt sko gaman þegar að sólin skín! Sumardagar eru hreinlega bestir þá sér í lagi með góðu fólki. xxx Eva Laufey Kjaran