Top of the morning to ya

Fjórar morgunvaktir að baki þessa helgina og næturflug í nótt. Það má með sanni segja að það hafi verið fjör hjá mér um helgina, en ég var einmitt ein af þeim fimm sem voru á Akranesi um helgina. Ég gafst upp á því að vera á netinu þar sem annar hver vinur minn á facebook henti inn myndum af fjörinu í Eyjum eða á Ísafirði. 
Þar sem netið var ekki í boði, þá voru það blessuð húsverkin sem biðu. Ég náði að sortera fataskápinn, taka almennilega til, horfði á ÓL (húsverk) meira en góðu hófi gegnir, það var komið út í það að amma var að hvetja mig til þess að byrja að æfa fimleika. Ég gæti þetta sko alveg ef ég byrjaði að æfa núna. Þannig ég dreif mig bara út að hlaupa í staðinn, til að koma í veg fyrir að ég færi að skrá mig í fimleika. Ég náði þó að bæta hlaupatímann minn svo ég var ansi ánægð með það, toppurinn á helginni minni 🙂 
Ég naut þess í morgun að borða morgunmat í rólegheitunum, það eru ekki mikil rólegheit að vakna klukkan fjögur fyrir morgunvaktir og byrja á því að setja í sig rúllur. 
Létt AB-mjólk með múslí og smá agave sírópi. Ein snilld sem mig langar til þess að mæla með, gulrótarsafinn frá Sollu. Orkubomba! Eitt glas með morgunmatnum og orkan verður meiri. 
Ég vona að þið eigið góðan dag 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *