Archives

Laugardagskvöld

Er búin að koma mér ansi vel fyrir upp í sófa, er með uppáhalds bækurnar mínar og blöðin mér við hlið. Í sjónvarpinu er sjónvarpsþátturinn The little Paris kitchen með Rachel Khoo. Þættirnir eru svo ótrúlega flottir hjá henni og hún er svo dásamleg, maturinn hjá henni er líka svakalega girnilegur.  Lúxus laugardagskvöld sumsé, fletti í gegnum bækurnar/blöðin mín, horfi á matreiðsluþætti, drekk gott kaffi og er auðvitað með súkkulaðirúsínur með kaffinu. Agalega notalegt. Vinkona mín ætlar svo að koma og taka þátt í matarhuggulegheitum. Það er mjög gott að eiga vinkonu með sama áhugamálið.  Ég vona að þið eigið ljúft laugardagskvöld kæru vinir xxx Eva Laufey Kjaran

Helgin

 Eins og ég hef nú sagt við ykkur áður þá elska ég föstudaga. Skemmtilegasti dagur vikunnar að mínu mati. Dagurinn í dag er búin að vera virkilega huggulegur. Átti stórgott hádegisdeit með systrum mínum, Eddu og Sigrúnu. Það er alltaf jafn gott að hitta þær.  Fallegar.  Í kvöld er afmæli hjá yndislegum vinum. Mikil ósköp sem ég er spennt fyrir því að eyða kvöldinu með vinum mínum. Það er fátt skemmtilegra. Ég vona svo sannarlega að þið eigið eftir að eiga góða helgi.  xxx Eva Laufey Kjaran

Spínat-og ostafyllt cannelloni.

Þegar að ég kom heim úr skólanum í gær þá þráði ég eitthvað gott í matinn.  Ég elska pasta og því var dásamlegur pastaréttur fyrir valinu. Spínat- og ostafyllt canelloni. Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá Mareni systur minni og það hefði verið ansi gott að fá hana til mín í mat. En því verr og miður þá býr hún í útlandinu. Ég borðaði þó algjörlega fyrir hennar hönd í gær og gott betur en það. Mikil ósköp sem það er gott að borða pasta sem er fyllt með allskyns góðgæti.  Þessi dásamlegi réttur á rætur sínar að rekja til Ítalíu, en ekki hvað? Ítölsk matargerð heillar mig hvað mest og því væri það algjör draumur í dós að heimsækja Ítalíu einn daginn. Matarferð til…

Chia-grautur.

Uppáhaldið mitt í morgunsárið er án efa hafragrautur.  Ég lét  chia-fræ út í grautinn minn í morgun og ég var mjög ánægð með útkomuna, grauturinn varð mun betri fyrir vikið. 1 dl haframjöl 1 dl vatn 1 1/2 dl mjólk 1 msk chia fræ kanill, magn eftir smekk smá salt Öllu blandað saman í pott og hitað við mjög vægan hita þar til grauturinn hefur þykknað, hrærið vel í á meðan. Ég lét chia-fræin í bleyti í 10 mínútur áður en ég lét þau í pottinn.  Ég borðaði minn graut með bláberjum og smá agavesírópi. Mæli með að þið prufið. xxx Eva Laufey Kjaran

Litlar bláberjaostakökur

 Ostakökur eru hvers manns hugljúfi og eiga alltaf vel við. Ostakökur er svolítið þungar í maga að mínu mati svo þessi stærð er algjör draumur, sérstaklega ef þið berið kökurnar fram í veislum. Þá er nóg af plássi í maganum fyrir hinar kræsingarnar.  Hægt er að  nota hvaða ber sem er í þessa uppskrift t.d. bláber, jarðarber, kirsuber eða rifsber, það fer allt eftir smekk hvers og eins. Þessi uppskrift er að bláberjaostakökum. Litlar bláberjaostakökur Botn:  250 g Lu Bastogne kex 130 g smjör, brætt Myljið kex í matvinnsluvél, blandið smjöri saman við og þrýstið svo kexblöndunni niður í bollakökuform. Í hvert form fer u.þ.b. 1 1/2 msk. af kexblöndu  Fylling: 180 g hvítt súkkulaði 130 ml rjómi 500 g rjómaostur, hreinn 2 dl sykur…

Lífið Instagrammað

 1. Frosin vínber, uppáhalds nammið. 2. Morgunkaffið ljúfa  3. Hádegislúxus á Akureyri 4. Eftir ráðstefnuna þá var voða gott að fá sér svona fínan kokteil á Strikinu og borða ljómandi góðan mat með skemmtilegu fólki.  5. Stúdentar í fjörinu 6. Stefán Jóhann tók auðvitað lagið á Akureyri og var stjarna kvöldsins á Götubarnum. 7. Venner for livet Ótrúlega skemmtileg og fræðandi helgi að baki. Það er langt síðan að ég hef hlegið jafn mikið, lúxusinn að eiga svona skemmtilega vini.  xxx Eva Laufey Kjaran

Mangó Boozt

 Eins og ég hef nú sagt við ykkur áður þá er ekkert betra en gott boozt í morgunsárið. Í morgun þá gerði ég mér mangó boozt sem er að mínu mati svakalega gott.  Mangó boozt  1 bolli frosið mangó, í litlum bitum 1 banani 1 msk haframjöl 1/2 msk hörfræ 3 msk vanilluskyr engiferrót, rifinn 1 – 2 bolli appelsínutrópí Allt sett í blandarann í nokkrar mínútur. Ég vil hafa mitt boozt svolítið þykkt en þið getið auðvitað bætt við meiri safa ef þið viljið hafa það heldur þynnra.  Mæli hiklaust með að þið prufið og njótið.  Það er föstudagur í dag! Uppáhalds dagurinn minn í vikunni.  Ég er að fara til Akureyrar í dag og verð þar yfir helgina á ráðstefnu stúdentahreyfinganna á Íslandi. …

Morgunkaffið

Sit hér, drekk morgunkaffið og fer vefsíðu morgunrúntinn. Morgunkaffið skiptir mig ansi miklu máli, ég er svo innilega ánægð þegar ég get verið í smá rólegheitum í morgunsárið.  Ég nýt þess að botn að drekka kaffið hægt á meðan ég les fréttir og fer bloggrúntinn minn. Mig langar að mæla með Expresso Pasero kaffinu frá Te og Kaffi. Mjög bragðgott og kraftmikið kaffi. Virkilega gott.  Ég vil helst drekka kaffið mitt úr stórum bollum og ég fékk þessa fallegu bolla í Söstrene Grene á ansi góðu verði. Litirnir eru bjútíful og það er ansi gott að drekka kaffið úr þeim.  Nú er klukkan átta og ég fer að leggja af stað suður í skólann, ætla aðeins að fara yfir verkefni dagsins sem er þónokkur. Vikan…

BABYSHOWER

Ég og vinir mínir héldum babyshower fyrir vinkonu okkar í ágúst. Vinkona mín átti von á stúlku sem þýddi að bleikt þema réð ríkjum í veislunni eins og sjá má á þessum myndum. Babyshower eða gjafaveislur eru veislur sem haldnar eru til heiðurs tilvonandi mæðrum. Líkt og nafnið gefur til kynna þá er hugmyndin með slíkri veislu að móðirin tilvonandi sé böðuð í gjöfum. Fáar veislur eru eins skemmtilegar þar sem vinirnir leggja allir hönd á plóg til þess að undirbúa veislu fyrir vinkonu sem á von á sínu fyrsta barni.  Mikil stemmning skapast og eftirvænting ríkir í vinahópnum eftir litla krílinu. Oftar en ekki snýst umræðan um taubleyjur, ungbarnasund og það sem viðkemur barninu og vinkonur skipast á ýmsum sniðugum ráðum.  Litlar samlokur  Það…

Takk kæru þið!

Halló október! Ég var virkilega hamingjusöm þegar ég var að skoða heimsóknarfjöldann fyrir septembermánuð, bloggið fékk 60.500 heimsóknir í september og gleður það mig svakalega mikið. Þúsund þakkir þið góða fólk fyrir að skoða síðuna mína. =) Annars er ég ljómandi spennt fyrir vikunni, ansi margt skemmtilegt á döfinni. Dagbókin er þétt og markmið vikunnar auðvitað á sínum stað.  Ég vona að þið eigið góðan dag og ljúfa viku framundan xxx Eva Laufey Kjaran

1 38 39 40 41 42 80