Laugardagskvöld

Er búin að koma mér ansi vel fyrir upp í sófa, er með uppáhalds bækurnar mínar og blöðin mér við hlið. Í sjónvarpinu er sjónvarpsþátturinn The little Paris kitchen með Rachel Khoo. Þættirnir eru svo ótrúlega flottir hjá henni og hún er svo dásamleg, maturinn hjá henni er líka svakalega girnilegur. 
Lúxus laugardagskvöld sumsé, fletti í gegnum bækurnar/blöðin mín, horfi á matreiðsluþætti, drekk gott kaffi og er auðvitað með súkkulaðirúsínur með kaffinu. Agalega notalegt. Vinkona mín ætlar svo að koma og taka þátt í matarhuggulegheitum. Það er mjög gott að eiga vinkonu með sama áhugamálið. 
Ég vona að þið eigið ljúft laugardagskvöld kæru vinir
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *