Morgunkaffið

Sit hér, drekk morgunkaffið og fer vefsíðu morgunrúntinn. Morgunkaffið skiptir mig ansi miklu máli, ég er svo innilega ánægð þegar ég get verið í smá rólegheitum í morgunsárið.  Ég nýt þess að botn að drekka kaffið hægt á meðan ég les fréttir og fer bloggrúntinn minn.

Mig langar að mæla með Expresso Pasero kaffinu frá Te og Kaffi. Mjög bragðgott og kraftmikið kaffi. Virkilega gott. 


Ég vil helst drekka kaffið mitt úr stórum bollum og ég fékk þessa fallegu bolla í Söstrene Grene á ansi góðu verði. Litirnir eru bjútíful og það er ansi gott að drekka kaffið úr þeim. 
Nú er klukkan átta og ég fer að leggja af stað suður í skólann, ætla aðeins að fara yfir verkefni dagsins sem er þónokkur. Vikan líður svo hratt og helgarfríið er að skella á. 
Ég vona að þið eigið góðan dag kæru vinir
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *