Archives

Skírn á fallegum degi

Elsti og besti vinur minn hann Björn Breiðfjörð eignaðist gullfallega stúlku þann 9.nóvember. Hún var skírð í dag og ég var svo heppin að fá að vera skírnarvottur. Litla daman fékk fallega nafnið Katla Lind, sem fer henni ótrúlega vel.  Ég og Dísa erum ótrúlega skotnar í litlu vinkonu okkar, hún er algjör draumur í dós.  xxx Eva Laufey Kjaran

Sex myndir í desember

 Desember er genginn í garð, algjörlega dásamlegt. Ég vil gjarnan hraðspóla fram að próflokum, þá kemur fjölskyldan mín heim og þá geta huggulegheitin byrjað. Mikið sem ég hlakka til.  Ég byrjaði á því í morgun að skoða myndir frá því í fyrra, desember myndir sem gleðja mig ómælt. Piparkökubollakökur, uppskriftin er hér á blogginu.  Eftir prófin í fyrra þá fórum við til London í nokkra daga. Frábær ferð.  Skötuveisla hjá ömmu á þorlák, lyktin ómótstæðileg. Besta augnablikið á árinu? Þegar fjölskyldan fær sér sæti á aðfangadag og mamma ber fram jólasúpuna sem er sú allra besta.   Jólakossinn xxx Eva Laufey Kjaran

Dásamlegar súkkulaðibitasmákökur

Súkkulaðibitakökurnar hennar mömmu. Þessar kökur hefur mamma mín alltaf bakað fyrir jólin og auðvitað hef ég staðið mig ofsalega vel í gegnum árin að borða þær. Kökurnar eru virkilega einfaldar og það tekur enga stund að skella í eina uppskrift. Ég mæli því hiklaust með að þið setjið upp svuntuna og vindið ykkur í baksturinn. Súkkulaðibitakökur 300 g smjör, við stofuhita 2 egg  200 g sykur 200 g púðursykur 500 g hveiti 2 tsk lyftiduft 2 tsk matarsódi 150 g súkkulaði, smátt saxað  1 tsk vanilludropar – eða möndludropar     Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætið næst eggjum saman við einu og einu í senn og þeytið vel. Blandið því næst öllu öðru…

Föstudagsblóm og Baggalútur á Akranesi.

Þennan fallega jólalega blómvönd fékk ég í gærkvöldi. Ég fékk til mín góða gesti í mat, bauð þeim upp á kjötsúpu og súkkulaðimús í dessert. Röltum svo yfir í Bíóhöllina á jólatónleika með Baggalút.  Mikil ósköp var gaman!  Þeir voru algjörlega frábærir. Ég hlakka tl að fara á tónleika með þeim aftur.  Sumsé, virkilega huggulegt kvöld með góðu fólki.  Nú er helgin að ganga í garð, ég fór í síðasta tíma annarinnar í morgun og prófin byrja á mánudaginn. Nú ætla ég að fá mér meira kaffi og halda áfram að læra.  Ég vona að þið eigið ljúfan föstudag kæru vinir. xxx Eva Laufey Kjaran

Heimalagað múslí

 Heimalagað múslí, ab mjólk og bananar, algjört lostæti í morgunsárið. Ég geri oft mitt eigið múslí, ég nota þá bara það sem ég á í skápunum hverju sinni svo múslíið hjá mér er aldrei eins. Ég held að það geti flestir verið sammála um að múslí sé mjög gott og því er tilvalið að útbúa heimalagað múslí, setja það i fallega krukku og gefa sem gjöf.  Gjafir sem er heimalagaðar eru að mínu mati dásamlegar. Ég hef verið að skoða svo mikið af skemmtilegum gjafahugmyndum fyrir jólin sem ég ætla að prufa og auðvitað kem ég til með að deila þeim með ykkur.  Heimalagað múslí  2 dl hafrar 2 dl hörfræ 2 dl sólkjarnafræ 2 dl möndlur  2 dl kókosmjöl 1 dl valhnetur 1/2 tsk kanil…

Lífið instagrammað

 1. Bróðir minn Allan,  amma Stína, ég og mamma mín Rósa. 2. Ég og litli bróðir minn hann Guðmundur Jóhann.   3. Yndislegur lunch með fluffu vinkonum mínum. 4. Mexican fiesta fyrir bræður mína.  5. Það eru þemadagar á föstudögum í viðskiptalögfræði   6. Ég er svo rík eiga heimsins bestu vinkonur. xxx Eva Laufey Kjaran

Þreyttur mánudagur og bleikur boozt

 Þegar að klukkan hringdi í morgun kl.05:30 þá voru augnlokin þúsund kíló, ég sem var svo ánægð að hafa farið snemma upp í rúm í gær en þá auðvitað var ég andvaka til að verða tvö. Þannig ég gat ómögulega hugsað mér að skottast af stað í Metabolic þegar að klukkan hringdi, ég vaknaði  tveimur tímum síðar og sá mjög eftir því að hafa ekki farið. Það er ekkert betra en góður íþróttatími í morgunsárið, vissulega er erfitt að vakna en orkan verður mun meiri og betri fyrir vikið eftir tímann. Það var því leitt að missa af tímanum í dag því ég gæti vel þegið smá meiri orku í dag, sumir dagar eru sumsé þreyttari en aðrir.  Góður og orkumikill boozt er því nauðsynlegur…

Piparkökur og kökuboxin hennar ömmu Stínu

Mánuður í jólin og þá má sko byrja að baka smákökur. Gærdagurinn byrjaði á lærdómi en svo tók baksturinn við heima hjá ömmu Stínu. Við áttum ansi ljúfan dag saman. Amma kenndi okkur að baka piparkökurnar hennar sem hún hefur bakað í mörg ár, þær eru að mínu mati ótrúlega góðar. Amma mín Stína og Harpa frænka. Tilbúnar í baksturinn. Sigurbjörg Heiða og amma, þær eru yndislegar. Sigurbjörgu fannst kökurnar hennar ömmu rosalega góðar. Piparkökurnar hennar ömmu 500 g hveiti 400 g púðursykur 250 g smjör, við stofuhita 2 egg 2 tsk lyftiduft 1 tsk natron 2 tsk engifer 2 tsk kanill 1 tsk negull salt á hnífsoddi Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Setjið öll hráefnin saman í hrærivél og hrærið við miðlungshraða í nokkrar…

Ostasalat

Ég átti mjög gott kvöld með vinkonum mínum í gær. Við drukkum rauðvín, fengum okkur allskyns góðgæti að borða og spjölluðum um allt og ekki neitt. Það var orðið verulega langt síðan að við áttum svona ljúft kvöld. Við vorum auðvitað með smá veitingar, ég kom með ostasalat sem er í miklu eftirlæti hjá mér. Virkilega gott að bera það fram með ritz kexi eða snittubrauði.  OSTASALAT 1 mexíkóostur 1 hvítlauksostur 1 dós sýrður rjómi 1 1/2 msk grískt jógúrt 1 rauð paprika, smátt söxuð 1/4 púrrulaukur, smátt saxaður vinber, magn eftir smekk Aðferð: Hrærið sýrða rjómanum og gríska jógúrtinu saman. Skerið ostana niður í litla bita og blandið saman við sósuna. Skerið papriku og púrrulauk smátt og blandið saman við. Skerið að lokum nokkur…

1 34 35 36 37 38 80