Föstudagsblóm og Baggalútur á Akranesi.

Þennan fallega jólalega blómvönd fékk ég í gærkvöldi. Ég fékk til mín góða gesti í mat, bauð þeim upp á kjötsúpu og súkkulaðimús í dessert. Röltum svo yfir í Bíóhöllina á jólatónleika með Baggalút. 
Mikil ósköp var gaman!  Þeir voru algjörlega frábærir. Ég hlakka tl að fara á tónleika með þeim aftur. 
Sumsé, virkilega huggulegt kvöld með góðu fólki. 
Nú er helgin að ganga í garð, ég fór í síðasta tíma annarinnar í morgun og prófin byrja á mánudaginn.
Nú ætla ég að fá mér meira kaffi og halda áfram að læra. 
Ég vona að þið eigið ljúfan föstudag kæru vinir.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *