Archives

Brúðkaupsundirbúningur..

 Dagurinn í gær var algjörlega frábær. Maren systir mín gekk að eiga unnusta sinn hann Andra. Athöfnin var mjög falleg og veislan ótrúlega fín. Ég tók nokkrar myndir af brúðkaups-sjæningunni sem mig langar að deila með ykkur.  Maren Rós opnar kampavínsflösku og það var skálað, auðvitað.  Mamma fér sér sopa af góðu kampvíni  Aldís Birna förðunarsnillingur, Maren og Silja frænka.   Stefa á Mozart var með ljúffengar veitingar fyrir okkur.  Hér er verið að mála og gera hana ömmu fína.   Rebecca og Daisy, kærustur bræðra minna. Yndislegar.   Stefa á Mozart, algjör snilli.   Verið að leggja lokahönd á fallegu brúðurina  Við Daníel skáluðum auðvitað nokkuð oft.  Spenntar systur.  Brúðhjónin voru þau allra glæsilegustu og þau eru mér ansi kær. Þetta var draumur í dós.  xxx Eva Laufey…

Nú skal baka..brúðartertu

 Stóri dagurinn hjá Mareni systur minni er á morgun. Spennan er mikil og það er mikið að gera. Allir með sitt hlutverk og allt að verða klárt. Ég fæ að sjá um brúðartertuna eins og ég var búin að segja við ykkur svo nú hugsa ég eingöngu í smjöri og sykri.  Við völdum svakalega einfalda tertu, súkkulaðikaka með súkkulaðimús og kremið er vanillukrem. Einföld en mjög ljúffeng. Ég vona alla vega að þetta komið vel út! Okkur finnst hún góð og vonandi finnst gestunum slíkt hið sama. Ég er svo heppin að eiga góða ömmu sem er mín aðal hjálparkona, við dúllum okkur hér heima við að fylla kökurnar með súkkulaðimús á meðan allir eru að græja salinn.     Sumsé mikil spenna og tilhlökkun…

Komdu með mér í gamlárspartí….

Fáeinir dagar í áramót og þá er nú aldeilis tilefni til þess að gleðjast með fjölskyldu og vinum. Í nýjasta tölublaði Gestgjafans er að finna bestu uppskriftirnar árið 2012. Þar að auki eru uppskriftir að kokteilum sem henta mjög vel í áramótapartí. Mér fannst regulega gaman að blanda þessa kokteila og ég hlakka mikið til að blanda nokkra um áramótin með vinum mínum.  Þeir kokteilar sem er í miklu eftirlæti hjá mér eru Mojito með ástaraldin og Jóla Magnús.  Magnús Örn Sölvason sem starfar á veitingastaðnum Galító á Akranesi fékk fyrstu verðlaun fyrir þann  kokteil á Íslandsmeistaramóti barþjóna. Án efa jólakokteillinn í ár.  Mæli svo sannarlega með að þið blandið nokkra ljúffenga kokteila um áramótin með fólkinu ykkar.  Njótum þess að vera saman og göngum…

Jólahuggulegheit

Ég er búin að vera í svo góðu yfirlæti hjá fjölskyldunni minni og tengdafjölskyldu yfir jólin. Ég er búin að borða á mig gat og gott betur en það. Virkilega huggulegt að labba á milli húsa og gæða sér á gómsætum kræsingum, það kann ég vel að meta. Sjónvarpsgláp, huggulegar stundir með fjölskyldunni og göngutúrar til þess að rýmka til í maganum fyrir fleiri kræsingar hafa einkennt þessi jól. Ég hef varla komið nálægt eldavélinni sjálf, nema þá bara til þess að smakka til hjá yfirkokkunum.  Systir mín er að fara að gifta sig eftir þrjá daga, ég fæ að gera kökuna og sé um veislustjórn svo nú er verið skipuleggja og skipuleggja, búin að ákveða með kökuna og bakstur hefst á morgun. Þið fáið…

Jólakveðja

Gleðileg jól elsku vinir. Ég vona að þið hafið það sem allra best yfir jólin og njótið þess að vera til með ykkar fólki. Jólakossar og knús frá mér. Myndin hér að ofan var tekin fyrr í kvöld (aðfangadagskvöld). Systkinin mín og amma og afi. Virkilega huggulegt kvöld með elsku fólkinu mínu.  xxx Eva Laufey Kjaran

Dökkar súkkulaðibitakökur og marenstoppar.

Smákökur eru vissulega ómissandi um jólin, það er mjög gaman að prufa nýjar uppskriftir og það er alltaf ákveðinn sjarmi að baka kökurnar sem hafa fylgt fjölskyldunni í mörg ár. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift að dásamlegum súkkulaðibitakökum en uppskriftina að þeim fann  ég í norsku tímariti sem ég held mikið upp á. Marenstopparnir hennar mömmu hafa alltaf verið í miklu eftirlæti hjá mér og ég leit alltaf á þær sem „spari“ smákökurnar. Þær eru mjög einfaldar en ótrúlega góðar. Ég vona svo sannarlega að þið njótið vel kæru vinir.  Dökkar súkkulaðibitasmákökur 115 g smjör, við stofuhita 130 g púðursykur 1 egg 160 g hveiti 30 g kakó 1 tsk vanillu extract (eða vanilludropar) 130 g dökkt súkkulaði (brætt yfir vatnsbaði) 250 g…

Jóladagur með frábærum vinum

Ég átti dásamlegan dag með frábærum vinum mínum. Við stofnuðum klúbb fyrir nokkrum árum, Bíóklúbbinn Bríet. Við höfum það fyrir reglu að hittast fyrir jólin, borða saman og skipast á gjöfum. Það er krúttlegt og ótrúlega skemmtilegt.Mig langaði til þess að deila með ykkur nokkrum myndum frá því í dag, sannkallaður jóladagur í Reykjavík.  Aglan mín sæt og fín.  Skál í boðinu, klúbburinn eignaðist tvö börn á árinu og því ber að fagna.  Lúxusplatti á Restaurant Reykjavík. Mjög huggulegur veitingastaður og frábær matur.  Stefán Jóhann er sjarmatröllið í okkar vinahóp.  Ég og Fríða mín fengum okkur jólaglögg og vorum kampakátar með það.  Fríða, Eva og Stefán. Fallegu fallegu vinir mínir.  Brugðið á leik í jólalandi á Ingólfstorgi.  Þegar að við löbbuðum niður Laugaveginn þá fundum…

Próflok og rauður varalitur

Ég er komin í kærkomið jólafrí. Tilfinningin var góð eftir síðasta prófið í morgun, mig langaði helst til þess að faðma prófvörðinn þegar að ég afhenti honum prófið en ég lét það vera. Ég dreif mig út í bíl og fór í Smáralind til þess að kaupa mér varalit. Ég var aldeilis  búin að lofa sjálfri mér varalit eftir prófin. Keypti mjög fallegan  rauðan varalit í Make Up Store, China Red heitir liturinn og mikið sem ég er ánægð með hann.Þjónustan í Make Up Store er algjörlega frábær svo ég mæli með að þið farið þangað fyrir jólin ef ykkur vantar snyrtivörur.   Þegar heim var komið þá byrjaði ég auðvitað á því að setja á mig varalit, því ekki get ég byrjað á jólaþrifunum…

JólaPavlova

Pavlova er dásamleg marensterta með rjómakremi og ferskum berjum. Tertan heitir Pavlova til heiðurs rússnesku ballet stjörnunni, Önnu Pavlova. Árið 1926 þá dansaði hún bæði í Ástralíu og í  New Zealand og þar var þessi dásamlega terta fundin upp. Pavlova hentar mjög vel sem eftirréttur og í raun hvenær sem er. Hún er mjög einföld og er alltaf sérlega bragðgóð. Hægt er að nota hvaða ber sem er, fer allt eftir smekk hvers og eins.     Daim súkkulaðið gegnir lykilhlutverki í JólaPavlovunni því ég er viss um að við getum flest verið sammála um að smá súkkulaði sé nauðsynlegt eftir jólamatinn. Ég vona að þið njótið vel og ég mæli með að þið prufið þessa tertu. Jóla Pavlova MARENSBOTNAR 6 Stk eggjahvítur 300 g sykur…

1 32 33 34 35 36 80