Jólahuggulegheit

Ég er búin að vera í svo góðu yfirlæti hjá fjölskyldunni minni og tengdafjölskyldu yfir jólin.

Ég er búin að borða á mig gat og gott betur en það. Virkilega huggulegt að labba á milli húsa og gæða sér á gómsætum kræsingum, það kann ég vel að meta. Sjónvarpsgláp, huggulegar stundir með fjölskyldunni og göngutúrar til þess að rýmka til í maganum fyrir fleiri kræsingar hafa einkennt þessi jól. Ég hef varla komið nálægt eldavélinni sjálf, nema þá bara til þess að smakka til hjá yfirkokkunum. 
Systir mín er að fara að gifta sig eftir þrjá daga, ég fæ að gera kökuna og sé um veislustjórn svo nú er verið skipuleggja og skipuleggja, búin að ákveða með kökuna og bakstur hefst á morgun. Þið fáið auðvitað að fylgjast með frumraun minni í brúðarkökugerð. Annað væri nú algjör hneisa. 
Nú ætla ég hins vegar að drífa mig út að hlaupa, það eru víst tvö jólaboð í kvöld svo ég verð eiginlega að rýmka vel til í maganum fyrir komandi veislur. 
Ég vona að þið eigið ljúfar stundir með ykkar fólki elsku vinir
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *