Nú skal baka..brúðartertu

 Stóri dagurinn hjá Mareni systur minni er á morgun. Spennan er mikil og það er mikið að gera. Allir með sitt hlutverk og allt að verða klárt. Ég fæ að sjá um brúðartertuna eins og ég var búin að segja við ykkur svo nú hugsa ég eingöngu í smjöri og sykri.
 Við völdum svakalega einfalda tertu, súkkulaðikaka með súkkulaðimús og kremið er vanillukrem.
Einföld en mjög ljúffeng. Ég vona alla vega að þetta komið vel út! Okkur finnst hún góð og vonandi finnst gestunum slíkt hið sama.
Ég er svo heppin að eiga góða ömmu sem er mín aðal hjálparkona, við dúllum okkur hér heima við að fylla kökurnar með súkkulaðimús á meðan allir eru að græja salinn.
 
 
Sumsé mikil spenna og tilhlökkun fyrir stóra deginum.
 
xxx
 
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *