Komdu með mér í gamlárspartí….

Fáeinir dagar í áramót og þá er nú aldeilis tilefni til þess að gleðjast með fjölskyldu og vinum.
Í nýjasta tölublaði Gestgjafans er að finna bestu uppskriftirnar árið 2012. Þar að auki eru uppskriftir að kokteilum sem henta mjög vel í áramótapartí. Mér fannst regulega gaman að blanda þessa kokteila og ég hlakka mikið til að blanda nokkra um áramótin með vinum mínum. 

Þeir kokteilar sem er í miklu eftirlæti hjá mér eru Mojito með ástaraldin og Jóla Magnús. 
Magnús Örn Sölvason sem starfar á veitingastaðnum Galító á Akranesi fékk fyrstu verðlaun fyrir þann  kokteil á Íslandsmeistaramóti barþjóna. Án efa jólakokteillinn í ár. 
Mæli svo sannarlega með að þið blandið nokkra ljúffenga kokteila um áramótin með fólkinu ykkar. 
Njótum þess að vera saman og göngum hægt um gleðinnar dyr. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *