Archives

Súkkulaðibollakökur fyrir súkkulaði sælkera

Ég bakaði þessar kökur fyrr í sumar eða nánar tiltekið þann fjórða júlí. Ég man það mjög vel vegna þess að daginn eftir var ég komin upp á sjúkrahús og þann 6.júlí kom dóttir mín í heiminn. Kannski voru það þessar kökur sem komu mér af stað?. Þær eru allavega ofsalega góðar og kremið er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég mæli með að þið prófið þessar kökur, ég vona að þið njótið vel!  Súkkulaðibollakökur fyrir sælkera 115 g súkkulaði, helst 50 – 70 %  90 g smjör, við stofuhita 175 g sykur 2 egg, aðskilinn  185 g Kornax hveiti  3/4 tsk lyftiduft 3/4 tsk matarsódi salt á hnífsoddi  2 1/2 dl mjólk 1 tsk vanilla extract eða vanillusykur 60 g dökkt súkkulaði, hakkað Aðferð:…

Matargleði Evu

Fyrir tæplega ári kom mín fyrsta matreiðslubók út, Matargleði Evu. Þið sem fylgist með blogginu á Facebook hafið sennilega tekið eftir því að ég ætla að gefa nokkrum lesendum bókina mína. Það hafa yfir þúsund manns skráð sig og ég er ótrúlega ánægð að svo margir hafi áhuga á bókinni minni. Ef þið hafið áhuga á að eignast bókina þá getið þið kvittað hér í athugasemdum á blogginu. Skrifið nafn og netfang svo ég geti haft samband við ykkur.  xxx Eva Laufey K. Hermannsdóttir

Amerískar pönnukökur

Það er ekkert betra en að sofa út um helgar og byrja síðan daginn á ljúffengum morgunmat. Morgunkúrið um helgar hefur aldrei verið betra eftir að dóttir mín fæddist, það er svo gaman að vakna með skælbrosandi barninu sínu í morgunsárið. Það er besta leiðin til þess að byrja daginn að vísu – pönnukökuátið er í öðru sæti.  Þessi uppskrift er mjög einföld og því lítið mál að hræra í nokkrar pönnukökur, þannig á það líka að vera þegar maður er nývaknaður. Berið pönnukökurnar fram með ferskum berjum og góðu sírópi. Njótið vel.   Amerískar pönnukökur 5 dl. hveiti  3 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. salt  1 Egg 3 dl. AB mjólk (súrmjólk)  2 -3  dl. mjólk  3 msk. smjör (brætt)  1 tsk. vanilla extract eða vanillusykur…

Mánaðargömul

Ingibjörg Rósa varð mánaðargömul í gær 6.ágúst. Tíminn líður hratt og okkur Hadda finnst hún stækka á ógnarhraða. Emilía Ottesen vinkona mín tók myndir af henni þegar hún var tveggja vikna og mig langar að deila nokkrum myndum með ykkur. Á Facebook síðu Emilíu getið þið skoðað fleiri myndir sem hún hefur tekið. Hún er mjög hæfileikarík og myndirnar hennar gullfallegar. Við erum ótrúlega ánægð með myndirnar sem við fengum.  Hér eru þrjár myndir af draumadísinni okkar.  xxx Eva Laufey K.Hermannsdóttir

Besta eplabakan með salthnetum og ljúffengri karamellusósu.

Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift að eplaböku sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Bakan er afskaplega einföld og fljótleg sem er alltaf plús. Ég baka þessa mjög oft, bæði þegar ég á von á góðum gestum og svo bara þegar kökulöngunin kemur upp. (sem gerist ósjaldan). Ég hvet ykkur til þess að prófa þessa uppskrift. Ég þori að lofa ykkur því  að þið eigið eftir að baka þessa aftur og aftur.   Besta eplabakan með salthnetum og ljúffengri karamellusósu. 5-6 stór græn epli 2 msk. sykur 2 – 3 tsk. kanill 1 tsk. vanillusykur eða vanilludropar 50 – 60 g. súkkulaðispænir frá Nóa Síríus 80 g. hveiti 80 g. sykur 80 g. smjör 50 g. haframjöl salthnetur, magn eftir smekk Aðferð:…

Dóttir okkar

Þann 6.júlí fæddist Ingibjörg Rósa Haraldsdóttir. Ég og Haddi erum ástfangin upp fyrir haus af litlu stúlkunni okkar. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað þetta er dásamlegt og tilfinningin að fá barnið sitt í hendurnar er ólýsanleg. Við erum bara að kynnast hvort öðru í rólegheitum heima við og njótum þess að vera saman fjölskyldan.  Þetta er það sem lífið snýst um.  xxx Eva Laufey K. Hermannsdóttir

Fullkominn lax með hnetukurli. Höfðingjar heim að sækja – Anna Svava Knútsdóttir.

 Í Höfðingjum heim að sækja sótti ég leikkonuna Önnu Svövu heim. Anna og unnusti hennar Gylfi, reka vinsælu ísbúðina Valdísi sem hefur heldur betur slegið í gegn. Ég fékk að fylgjast með þeim bæði í Valdísi og heima í eldhúsi þar sem þau töfruðu fram lax með gómsætu meðlæti. Það var sérstaklega gaman að eyða deginum með þessu góða fólki og það var alls ekki leiðinlegt að fá að smakka á gómsætum ís í Valdísi. Ég mæli með að þið prófið þennan fiskrétt og farið svo beinustu leið í ísbúðina. Fullkominn lax með ljúffengu hnetukurli.          1 laxaflak, ca. 1 kg.          Olía          Salt og pipar Aðferð: Skolið fiskinn vel og skerið í jafn stóra…

Ljúffengar kjötbollur með mexíkósku ívafi

Ég elska góðar kjötbollur og gott meðlæti. Ég fékk mikla löngun í kjötbollur eitt kvöldið í vikunni og þá eldaði ég þessar góðu kjötbollur með mexíkósku ívafi. Ótrúlega fljótlegur og bragðgóður kvöldverður sem ég mæli með að þið prófið.  Kjötbollur með mexíkósku ívafi  500 g nautahakk 1 egg, pískað 3 – 4 hvítlauksrif, pressuð 1/4 chili aldin, fræhreinsað og smátt saxað 1 meðalstór rauðlaukur, smátt saxaður handfylli ferskur kóríander, smátt saxaður handfylli mulið nachos, með saltbragði (líka hægt að nota brauðrasp) handfylli rifinn ostur  salt og pipar, magn eftir smekk olía eða smjör til steikingar 1/2 l rjómi  1/4 – 1/2 kjúklingateningur  salt og pipar, magn eftir smekk Meðlæti:  Ferskt salat (blandað salat, agúrka, lárpera og fetaostur ) og hrísgrjón Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman,…

Frönsk súkkulaðikaka með gómsætu Pipp karamellukremi

 Þessi súkkulaðikaka verður mjög oft fyrir valinu þegar ég vil baka eitthvað sérstaklega gott. Það kannast líklega flestir við þessa ómótstæðilegu köku og þessi uppskrift er ótrúlega vinsæl. Hvaðan uppskriftin kemur veit ég ekki en mikil ósköp þakka ég þeim einstakling sem fann upp á henni. Sá á mikið lof skilið. Frönsk súkkulaðikaka á að vera dökk og þétt, svolítið eins og konfektmoli. Sumir setja hnetur í deigið og er það líka mjög gott. Persónulega finnst mér þessi kaka best með gómsætu karamellukremi og helst vil ég hafa hana svolítið kalda á meðan að öðrum þykir hún betri volg.   Frönsk súkkulaðikaka með gómsætu Pipp karamellukremi Botn: 200 g sykur 4 egg 200 g suðusúkkulaði 200 g smjör 1 dl hveiti Aðferð: Hitið ofninn í 180°C…

1 12 13 14 15 16 80