Volg súkkulaðikaka með kaffiís
Eftirréttur sem sameinar súkkulaði og kaffi er fullkomin fyrir mér. Í síðasta þætti útbjó ég þessa ljúffengu súkkulaði brownie og gerði einfaldasta ís í heimi, kaffiís sem passar mjög vel með nýbakaðri köku.
Brownies uppskrift:
- 150 g smjör
- 250 g súkkulaði
t.d. suðusúkkulaði - 200 g sykur
- 2 stór egg
- 100 g hveiti
- 1 tskvanillusykur
- 2 msk kakó
- 70 ghnetur/möndlur
- 70súkkulaðibitar/dropar
Aðferð:
- Hitið ofninn í 170°C (blástur).
- Bræðið smjör við vægan hita, saxið súkkulaðið og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í
smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að
kólna. - Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakó
saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Hellið súkkulaðiblöndunni varlega
saman við og setjið saxaðar möndlur/hnetur og súkkulaðibita saman við með
sleikju. - Hellið deiginu í pappírsklætt form (20×20. Bakið við 170°C í 30 mínútur. Berið strax fram
og njótið.
Kaffiís
- 5 eggjarauður
- 10 msk sykur
- 400 ml rjómi
- 3 msk kaffiduft (ég notaði cappuccino duft)
- 150 g súkkulaði, smátt saxað
- 1 tsk vanilludropar
Aðferð:
- Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og
ljós. - Hrærið léttþeyttum rjóma saman við með sleikju.
- Bætið kaffidufti, söxuðu
súkkulaði og vanilludropum við og balndið vel saman. Hellið ísblöndunni í skál
og inn í frysti í nokkrar klukkustundir. Berið fram með kökunni.