Archives

Heimalagað múslí

Ljúffengt múslí 3 dl tröllahafrar 2 dl pekanhnetur 1 dl sólblómafræ 1 dl graskersfræ 1 dl kasjúhnetur 2 msk kókosolía 2 msk eplasafi 1 tsk hunang eða döðlusíróp 1 tsk kanill 1 dl þurrkuð trönuber (fara út í eftir að múslíið kemur út úr ofninum) Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Blandið öllum hráefnum vel saman í skál. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og dreifið múslíinu á plötuna. Bakið í um það bil 30 mínútur eða lengur. Fylgist vel með og hrærið nokkrum sinnum í blöndunni á meðan bökunartíma stendur. Þegar múslíið er orðið gullinbrúnt þá er það tilbúið. Kælið vel áður en þið berið fram. Bætið t.d. þurrkuðum berjum eða kókosflögum við múslíið þegar það kemur út úr ofninum. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir…

Föstudagspizzan

Pizzadeig 2 1/2 dl volgt vatn 2 tsk þurrger 2 tsk hunang 2 msk ólífuolía 400 – 450 g hveiti Aðferð: Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að gerið sé volgt. Bætið hunangi við og hrærið vel saman. Þegar byrjar að freyða í skálinni er gerið klárt. Blandið olíu og hveitinu saman við í hrærivélaskál. Þið getið auðvitað hnoðað deigið í höndunum en mér finnst langbest að nota hnoðarann á hrærivélinni, það ferli tekur um það bil 4 – 6 mínútur. Deigið er tilbúið þegar það er orðið að kúlu og klístrast ekki við hrærivélaskálina. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefa sig í 40 – 60 mínútur. Pizza með hráskinku 1 pizzadeig 1 skammtur pizzasósa (mér finnst…

TÍU JÓLAEFTIRRÉTTIR

Ris A La Mande – Jólalegasti eftirréttur allra tíma og einstaklega ljúffengur. Algjörlega ómissandi um jólin! Jóla Pavlova með Daim súkkulaðikremi og ferskum berjum. Þetta er kakan sem er fullkomin á jóladag. Súkkulaði Panna Cotta sem hreinlega bráðnar í munni.  Með dökku súkkulaði og hvítu súkkulaði. After Eight ísterta með berjum og súkkulaðis. Algjört sælgæti! Tiramisu og Skyramisu  – báðir tveir einstaklega ljúffengir og fullkomnir með kaffibollanum. Piparkökuís með saltaðri karamellusósu. Guðdómlega góður og einfaldur! Bökuð ostakaka með sítrónu og ferskum berjum. Eitt sinn smakkað þið getið ekki hætt – ég lofa ykkur því. Créme Brulée – ómissandi um jólin! Súkkulaðibúðingurinn sem allir elska og fá ekki nóg af. Súkkulaðikaka með mjúkri miðju. Svo góð að ég á erfitt með að lýsa henni – þið…

Ekta rúgbrauð!

   Góðar uppskriftir eru eins og fjársjóður og var ég svo heppin að fá uppskriftina að rúgbrauðinu hjá ömmu hans Hadda. Þetta var í fyrsta skipti sem ég baka rúgbrauð og þetta er mun einfaldara en mig grunaði. Uppskriftin er stór og tilvalið að skera brauðið niður og frysta, já eða pakka því fallega inn og gefa með jólapakkanum. Einfalt og stórgott rúgbrauð sem allir ættu að prófa fyrir jólin.   Rúgbrauð frá ömmu Möggu ** 1 bolli = 2 dl 15 bollar rúgmjöl 3 bollar hveiti 2 bollar sykur 1 bolli síróp 20 teskeiðar lyftiduft 1 tsk salt 2 L nýmjólk Aðferð: Hitið ofninn í 100°C (ég notaði blástur) Blandið öllum hráefnum vel saman, þið þurfið stórt fat. Það getur verið svolítið stíft að…

HIMNESK DÖÐLUKAKA ÚR EINFALT MEÐ EVU

  Döðlukaka með karamellusósu   5 msk sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 egg 100 g hveiti 100 g ristaðar kasjúhnetur 210 g döðlur 1 tsk matarsódi 1/2 tsk kanill 1/2 salt 1/2 vanillu extract, eða dropar 1 1/2 tsk lyftiduft  Aðferð: Hitið ofninn í 180°C og smyrjið hringlaga kökuform. Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir, þegar vatnið nær suðu takið  pottinn af hitanum og látið hann standa í 3 – 4 mínútur. Blandið matarsóda við döðlumaukið og blandið því vel saman. Leyfið blöndunni að standa í svolitla stund eða þar til blandan kólnar, hún má ekki far heit saman við smjörið (trúið mér – ég hef brennt mig á þeim mistökum nokkrum sinnum) Þeytið smjör og sykur saman þar til…

SÚKKULAÐIKAKA MEÐ BLAUTRI MIÐJU ÚR EINFALT MEÐ EVU

Súkkalaðikaka með blautri miðju 6 kökur 120 g smjör 200 g súkkulaði (ég notaði suðusúkkulaði) 30 g hveiti 60 g flórsykur salt á hnífsoddi 2 eggjarauður 2 egg Aðferð: Hitið ofninn í 210°C Smyrjið lítil form mjög vel. Bræðið smjör og saxið súkkulaði smátt, bætið súkkulaðinu saman við og bræðið við vægan hita. Sigtið saman þurrefni. Pískið egg og eggjarauður saman í annarri skál. Hellið eggjablöndunni saman við hveitiblönduna og hrærið. Næsta skref er að hella deiginu út í skál með bræddu súkkulaði og hræra öllu mjög vel saman. Skiptið deiginu niður í form og bakið við 210°C í 10 – 12 mínútur. (ég bakaði mínar í nákvæmlega 12 mínútur og þær voru fullkomnar) *Ofnar eru mjög misjafnir og mögulega þurfið þið aðeins minni eða…

EGG BENEDICT

Egg Benedict – besti brönsréttur fyrr og síðar! Fyrir 2  Hráefni: 4 egg 2 l vatn ½ tsk salt 2 brauðsneiðar, til dæmis gott súrdeigsbrauð 100 g spínat Smjörklípa 2 sneiðar hráskinka 2 sneiðar reyktur lax Paprikuduft Hollandaise sósa 5 eggjarauður 250 g smjör 1 msk sítrónusafi Salt og pipar Aðferð: Byrjið á því að útbúa sósuna. Setjið eggjarauður í skál og hitið yfir vatnsbaði, hrærið stöðugt í eggjunum og gætið þess að þau ofhitni ekki. Ef skálin er orðin of heit þá er nauðsynlegt að taka hana af hitanum og kæla örlítið, en það verður að hræra stöðugt í á meðan. Skerið smjör í teninga og bætið þeim smám saman út í, pískið á meðan smjörið bráðnar og þegar allt smjörið er komið út…

ACAI MORGUNVERÐARSKÁL – EINFALT MEÐ EVU

Súper morgunverðarskál með acai berjum • 1 dl Acai ber • 1 dl frosin blönduð ber • Hálfur banani • 2 dl möndlumjólk • 1 dl grískt jógúrt • Fersk ber • Múslí • Döðlusíróp Aðferð: • Setjið öll hráefnin í blandarann og maukið þar til blandan er orðin silkimjúk. • Hellið blöndunni í skál og skreytið með ávöxtum, sáldrið smávegis af döðlusírópi yfir og berið strax fram. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Pizzasnúðar með skinku og pepperoni

Pizzasnúðar með skinku og pepperoni  Þessi uppskrift er stór, ég skipti henni í tvennt bjó til snúða og skinkuhorn. Helmingur af þessari uppskrift gaf mér semsagt 20 meðalstóra pizzasnúða. 900 g  hveiti 40 g sykur ½ tsk salt 100 g smjör, brætt 500 ml mjólk 1 pakki þurrger (12 g) Fylling : 1 bréf skinka 1 bréf pepperoni pizzasósa, magn eftir smekk rifinn mozzarella ostur, magn eftir smekk oreganó krydd Til að pensla yfir: 1 egg 2 msk mjólk rifinn ostur oreganó krydd Aðferð: Hitið mjólk í potti, mjólkin á að vera volg. Vekjið gerið í mjólkinni, en það tekur um það bil fimm mínútur. Um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin. Bræðið smjör. Blandið öllu saman í skál og…

HM Oreo brownies með vanillurjóma og berjum

HM Oreo brownie með vanillurjóma og berjum 170 g smjör 190 g súkkulaði 3 egg + 2 eggjarauður 160 g púðursykur 1 tsk lyftiduft salt á hnífsoddi 1 msk kakó 3 msk hveiti 160 g Oreo kexkökur Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. (blástur)Bræðið saman smjör og súkkulaði við vægan hita í potti. Þeytið egg, eggjarauður og púðursykur saman þar til eggjablandan verður létt og ljós. Hellið súkkulaðiblöndunni í mjórri bunu við eggjablönduna og hrærið vel saman. Bætið lyftidufti, salti, kakó,hveiti og smátt söxuðu Oreo út í deigið og blandið varlega saman með sleif. Hellið deiginu í smurt eða pappírsklætt form/mót (ég notaði 32 cm ferkantað eldfast mót) og bakið við 180°C í 25 – 30 mínútur. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en þið takið…

1 2 3 4 5 18