SÚKKULAÐIKAKA MEÐ BLAUTRI MIÐJU ÚR EINFALT MEÐ EVU

Súkkalaðikaka með blautri miðju

  • 6 kökur
  • 120 g smjör
  • 200 g súkkulaði (ég notaði suðusúkkulaði)
  • 30 g hveiti
  • 60 g flórsykur
  • salt á hnífsoddi
  • 2 eggjarauður
  • 2 egg

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 210°C
  2. Smyrjið lítil form mjög vel.
  3. Bræðið smjör og saxið súkkulaði smátt, bætið súkkulaðinu saman við og bræðið við vægan hita.
  4. Sigtið saman þurrefni.
  5. Pískið egg og eggjarauður saman í annarri skál.
  6. Hellið eggjablöndunni saman við hveitiblönduna og hrærið.
  7. Næsta skref er að hella deiginu út í skál með bræddu súkkulaði og hræra öllu mjög vel saman.
    Skiptið deiginu niður í form og bakið við 210°C í 10 – 12 mínútur. (ég bakaði mínar í nákvæmlega 12 mínútur og þær voru fullkomnar)

*Ofnar eru mjög misjafnir og mögulega þurfið þið aðeins minni eða meiri baksturstíma, þið finnið það best sjálf. Ef þið viljið æfa ykkur þá mæli ég með því að baka eina köku í einu, en með því getið þið fundið út hvaða tími sé bestur í ykkar ofni.

 

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *