Silvíu kaka er í eftirlæti hjá Silvíu,drottningu Svíþjóðar. Mér finnst þessi kaka mjög ljúffeng og ég bakaði hana ansi oft í fæðingarorlofinu mínu. Virkilega einföld og góð kaka sem ég mæli með að þið prófið. Það er bæði hægt að baka þessa köku í hringlaga formi og í ofnskúffu, en þá er ágætt að tvöfalda uppskriftina. Silvíu kaka 3 egg 3 dl sykur 1,5 dl kalt vatn 3 tsk lyftiduft 3 dl hveiti 1,5 tsk vanilla Kremið 100 g smjör 1, 5 dl flórsykur 2eggjarauður 2 tsk vanillusykur Kókosmjöl ,til skreytingar. Aðferð: Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Sigtið hveitið og lyftiduftið saman við. Í lokin bætið þið vanillu og vatni við og hrærið í 1 – 2 mínútu. Smyrjið hringlaga form og hellið deiginu…