Við fjölskyldan erum í góðu yfirlæti á Hvolsvelli og njótum þess að liggja í leti. Eitt af því sem mér þykir skemmtilegast er að baka góða köku á sunnudögum – að vísu finnst mér gaman að baka alla daga en það veitir mér enn meiri ánægju á sunnudögum og ekki veit ég afhverju það er. Í morgun ákvað ég baka ljúffenga kanilköku eða ‘monkey bread’ eins og kakan heitir á ensku. Ég hef legið yfir myndum og uppskriftum að þessari köku í langan tíma en hún er vægast sagt girnileg og mamma mía hvað hún er góð! Kanilsnúðar og kökur eiga vel við sunnudaga einhverra hluta vegna, heimilið verður svo hlýlegt með góðum kanilkeim. Eitt af því góða við þessa uppskrift er að þið…