Archives

Toblerone jólaterta

Toblerone marengsterta Fyrir 8 – 10 Botnar: 4 eggjahvítur 2 dl púðursykur 2 dl sykur Aðferð: Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur eða þremur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C. Toblerone kremið góða. 500ml rjómi 2 eggjarauður 4 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða dropar 150 g Toblerone, smátt saxað Aðferð:   Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu. Í…

Piparkökukaka

Hráefni 500 g sykur 280 g smjör, við stofuhita 6 egg við stofuhita 500 g hveiti 2 tsk lyftiduft 4 dl rjómi 4 tsk vanilludropar 2,5 tsk kanill 1 tsk malaður negull 1 tsk hvítur pipar 1 tsk engifer krydd Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið saman smjör og sykur í um það bil þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli. Sigtið saman hveiti og lyftiduft, bætið hveitiblöndunni, vanillu, rjómanum og kryddum saman við eggjablönduna og þeytið mjög vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður silkimjúk. Smyrjið þrjú jafn stór kökuform og skiptið deiginu jafnt á milli. Bakið kökubotnanna við 180°C í 35-37 mínútur. Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið á þær krem. Karamellukrem 500 g…

Gulrótarkaka drauma minna

Í kökubókinni minni Kökugleði Evu má finna uppskrift að ómótstæðilegri gulrótarköku með geggjuðu rjómaostakremi sem ég bara veit að þið eigið eftir að elska jafn mikið og ég. Gulrótarkaka með heimsins besta rjómaostakremi BOTNAR: 4 egg 5 dl púðursykur 5 dl rifnar gulrætur 3 dl kurlaður ananas (úr dós) 5 dl hveiti 2 tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft 1 tsk vanilludropar   1 tsk kanill 3,25 dl bragðdauf matarolía Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið sykur og egg þar til blandan er orðin ljósbrún. Rífið niður gulrætur (mér finnst gott að gera það í matvinnsluvél) og setjið þær út í deigið ásamt og kurluðum ananas. Gott að geyma vökvann úr ananas dósinni. Bætið þurrefnum, vanillu og olíu saman við og þeytið þar til deigið hefur…

Ómótstæðileg marengsterta með Marskremi

Í dag deili ég með ykkur æðislegri uppskrift að marengstertu sem er í miklu uppáhaldi hjá mér en kakan er bæði ótrúlega góð og einföld – uppskriftin kemur úr uppskriftabók eða uppskrifabækling sem amma mín gaf mér, bókin/bæklingurinn heitir Önnur veisla við Lækinn. Bæklingurinn er greinilega svolítið gamall en uppskriftirnar eru frábærar og því tilvalið að deila þeim áfram! Marengsterta með miklum rjóma, ómótstæðilegu kremi og ferskum berjum. Hvað getur klikkað? Marengsterta með marskremi Marengsbotn: 4 eggjahvítur 2 dl sykur  1 dl púðursykur 2 dl Rice Krispies Aðferð: Hitið ofninn í 150°C (blástur) Þeytið eggjahvítur þar til byrjar að freyða í skálinni, bætið þá sykrinum smám saman við og þeytið vel saman þar til marengsblandan er orðin stíf. Merjið Rice Krispies og blandið varlega saman…

Þjóðhátíðarkökur

Á föstudaginn ættum við öll að fagna þjóðhátíðardeginum okkar með pompi og prakt, það er heldur betur tilvalið að fá fjölskyldu og vini heim í stórar hnallþórur og kampavín. Ég ætla að minnsta kosti að baka og fá til mín góða gesti, byrja daginn heima á kökum og rölta svo í bæinn. Fyrir nokkrum árum gerði ég þjóðhátíðarboð fyrir Gestgjafann og mér fannst það ótrúlega gaman, aldrei að vita nema veisluborðið verði svona á föstudaginn!   Súkkulaðibomba með rice krispies og súkkulaðikremi. Algjört sælgæti! Vanilludásemd með rjómaostakremi, einföld og virkilega ljúffeng. Kókosbolludraumur með nóg af ferskum berjum. Sítrónukaka með léttu kremi, ferskum berjum og flórsykri. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Þjóðhátíðarkakan 2016

  Á morgun hefst sannkölluð þjóðhátíðarvika, svei mér þá. Á þriðjudaginn keppir Ísland sinn fyrsta leik á evrópumótinu og ættum við að sjálfsögðu að baða okkur í fánalitunum. Á föstudaginn er svo þjóðhátíðardagurinn okkar 17.júní og á hverju ári þá baka ég þjóðhátíðarköku. Í ár er það þessi ljúffenga vanillukaka með rjómaostakremi með keim af sítrónu, skreytt með berjum að sjálfsögðu. Það er þess vegna miklu meira en tilvalið að skella í þessa einföldu og góðu köku í vikunni, hóið í fjölskylduna og vini og bjóðið heim í kökupartí. Það ætla ég svo sannarlega að gera! Hér kemur uppskriftin og ég vona að þið njótið vel. Vanillukaka með ljúffengu rjómaostakremi 200 g flórsykur 200 g smjör, við stofuhita 2 egg 230 g Kornax hveiti 1 tsk…

Vanillu- og sítrónukaka úr Matargleði Evu

Í lokaþætti Matargleðinnar var sérstakt sítrónuþema (mögulega tileinkað Beyoncé). Ég bakaði meðal annars þessa æðislegu vanillu- og sítrónuköku sem er í miklu uppáhaldi. Mjög sumarleg og sæt – mæli með að þið prófið hana.   Vanillu-og sítrónukaka með ferskum berjum Bakstur Áætlaður tími frá byrjun til enda: 2 tímar  Fyrir 8-10 einstaklinga   200 g smjör 200 g sykur 4 egg 300 g hveiti 2 tsk vanillusykur 2 tsk lyftiduft ½ tsk salt 5 msk ferskur sítrónusafi börkur af hálfri sítrónu Aðferð: Stillið ofninn í 180°C (blástur) Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætjum eggjum saman við, einu í einu. Blandið þurrefnum saman í skál og bætið síðan við eggjablönduna, ásamt sítrónusafa og sítrónuberki. Hrærið deigið þar til það…

Marengskaka með daimkremi og ferskum hindberjum

Ég deildi nokkrum uppskriftum í Nýju Lífi fyrir jólin þ.á m. uppskrift að marengsköku sem fær mig alltaf til að brosa. Já, brosa.. ég elska góðar marengskökur og þær eru svo einfaldar sem er alltaf plús. Ég geri yfirleitt botninn kvöldinu áður og leyfi botninum að kólna yfir nótt, svo skelli ég góðu rjómakremi yfir og skreyti fallega. Einfaldara verður það varla! Það er upplagt fyrir ykkur sem eruð að gera jólaísinn og notið eflaust bara rauðurnar að geyma eggjahvíturnar og búa til marengs til að eiga um jólin, það eru allir svo hrifnir af marengskökum og gott að eiga nokkra botna í frystinum.   Marengshreiður með súkkulaðirjóma og ferskum berjum Botn: 6 eggjahvítur 150 g sykur 150 g púðursykur 1 tsk mataredik 1 tsk…

Toblerone marengsterta.

Ég er afskaplega mikið fyrir góðar marengstertur og þessi er sú allra besta. Ég fékk þessa uppskrift hjá Eddu systur minni. Hún hlýtur að vilja deila henni með ykkur, hún fær engu um það ráðið blessunin. Þessi terta er svakalega einföld og góð, ef ykkur finnst marengs, rjómi og súkkulaði gott þá ættu þið að prófa þessa uppskrift. Það er tilvalið að bera þessa tertu fram sem desert á jólunum eða einfaldlega með kaffinu um helgina. Marengsterta er alltaf góð hugmynd. Ég mæli einnig með því að þið frystið tertuna. Ég er einmitt með eina í frystinum sem ég ætla að bjóða mínu fjölskyldunni upp á um jólin, þetta getur nefnilega líka verið ljúffeng ísterta. Toblerone marengsterta Fyrir 8 – 10 Botnar: 4 eggjahvítur 4 dl…

Rosaleg súkkulaðibomba.

Á þjóðhátíðardaginn er svo sannarlega tilvalið að bjóða fjölskyldu og vinum heim í kaffiboð áður en haldið er í skrúðgöngu. Íslensk Hnallþóra gegnir lykilhlutverki að mínu mati í kaffiboðum á þessum fallega degi.  Súkkulaði, Rice Krispies, rjómi, fersk ber og enn meira súkkulaði. Það er blanda sem getur ekki klikkað. Hér kemur uppskriftin að þjóðhátíðarkökunni dásamlegu. Þjóðgerður Súkkulaðibotnar: Ég notaði þessa uppskrift en þið getið auðvitað notað hvaða súkkulaðibotna uppskrift sem þið viljið. Ég mæli þó með þessum botnum en þeir eru einstaklega mjúkir og góðir.       3 bollar hveiti       2 bollar sykur          3 egg          2 bollar venjuleg ab-mjólk          1 bolli olía          5-6 msk kakó…