Egg Benedict – besti brönsréttur fyrr og síðar! Fyrir 2 Hráefni: 4 egg 2 l vatn ½ tsk salt 2 brauðsneiðar, til dæmis gott súrdeigsbrauð 100 g spínat Smjörklípa 2 sneiðar hráskinka 2 sneiðar reyktur lax Paprikuduft Hollandaise sósa 5 eggjarauður 250 g smjör 1 msk sítrónusafi Salt og pipar Aðferð: Byrjið á því að útbúa sósuna. Setjið eggjarauður í skál og hitið yfir vatnsbaði, hrærið stöðugt í eggjunum og gætið þess að þau ofhitni ekki. Ef skálin er orðin of heit þá er nauðsynlegt að taka hana af hitanum og kæla örlítið, en það verður að hræra stöðugt í á meðan. Skerið smjör í teninga og bætið þeim smám saman út í, pískið á meðan smjörið bráðnar og þegar allt smjörið er komið út…