Archives

Tómata- og basilíkusúpa með hreinum fetaosti

Uppskriftin miðast við fjóra Hráefni: 3 msk góð ólífuolía 1,2 kg tómatar 16-18 kirsuberjatómatar 2 tsk oreganó salt og pipar 1 laukur 3 hvítlaukrsif 700 ml kjúklingasoð (soðið vatn + 1 kjúklingateningur) 1 búnt basilíka Hreinn fetaostur, magn eftir smekk Aðferð: Forhitið ofninn í 160°C (blástur) Skerið tómatana í litla bita og dreifið tómötum á pappírsklædda ofnplötu. Skerið einnig kirsuberjatómatana í tvennt og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Kryddið með oreganó, salti og pipar. Hellið vel af ólífuolíu yfir. Bakið við 160°C í 40-50 mínútur. Þegar tómatarnir eru tilbúnir þá takið þið nokkra kirsuberjatómata frá sem þið notið ofan á súpuna síðar. Hitið ólífuolíu í pott, saxið lauk og hvítlauk og steikið þar til laukurinn er mjúkur í ggen. Bætið tómötum út í pottinn og maukið…

Focaccia úr Í eldhúsi Evu

Hráefni 600 g hveiti 1 msk hunang 12 g þurrger 5 dl volgt vatn 1/2 tsk salt 1 dl olífuolía Ofan á: 1 dl ólífuolía 1 msk. smátt saxað rósmarín 1 dl fetaostur, mulin 12-14 grænar ólífur Aðferð: Blandið volgu vatni, þurrgeri og hunangi saman í skál. Hrærið vel í blöndunni og látið standa í nokkrar mínútur eða þar til það byrjar að freyða í skálinni. Blandið öllum hráefnum saman í hrærivélaskál og hnoðið deigið vel eða þar til deigið er slétt og sprungulaust. Látið deigið hefast undir viskastykki þar til það hefur tvöfaldast að stærð eða í um það bil 35-40 mínútur. Hitið ofninn í 200°C (blástur). Smyrjið því næst ofnskúffu með ólífuolíu, setjið deigið í skúffuna og þrýstið því jafnt út í alla…

Föstudagspizzan

Pizzadeig 2 1/2 dl volgt vatn 2 tsk þurrger 2 tsk hunang 2 msk ólífuolía 400 – 450 g hveiti Aðferð: Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að gerið sé volgt. Bætið hunangi við og hrærið vel saman. Þegar byrjar að freyða í skálinni er gerið klárt. Blandið olíu og hveitinu saman við í hrærivélaskál. Þið getið auðvitað hnoðað deigið í höndunum en mér finnst langbest að nota hnoðarann á hrærivélinni, það ferli tekur um það bil 4 – 6 mínútur. Deigið er tilbúið þegar það er orðið að kúlu og klístrast ekki við hrærivélaskálina. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefa sig í 40 – 60 mínútur. Pizza með hráskinku 1 pizzadeig 1 skammtur pizzasósa (mér finnst…

Ekta rúgbrauð!

   Góðar uppskriftir eru eins og fjársjóður og var ég svo heppin að fá uppskriftina að rúgbrauðinu hjá ömmu hans Hadda. Þetta var í fyrsta skipti sem ég baka rúgbrauð og þetta er mun einfaldara en mig grunaði. Uppskriftin er stór og tilvalið að skera brauðið niður og frysta, já eða pakka því fallega inn og gefa með jólapakkanum. Einfalt og stórgott rúgbrauð sem allir ættu að prófa fyrir jólin.   Rúgbrauð frá ömmu Möggu ** 1 bolli = 2 dl 15 bollar rúgmjöl 3 bollar hveiti 2 bollar sykur 1 bolli síróp 20 teskeiðar lyftiduft 1 tsk salt 2 L nýmjólk Aðferð: Hitið ofninn í 100°C (ég notaði blástur) Blandið öllum hráefnum vel saman, þið þurfið stórt fat. Það getur verið svolítið stíft að…

Pizzasnúðar með skinku og pepperoni

Pizzasnúðar með skinku og pepperoni  Þessi uppskrift er stór, ég skipti henni í tvennt bjó til snúða og skinkuhorn. Helmingur af þessari uppskrift gaf mér semsagt 20 meðalstóra pizzasnúða. 900 g  hveiti 40 g sykur ½ tsk salt 100 g smjör, brætt 500 ml mjólk 1 pakki þurrger (12 g) Fylling : 1 bréf skinka 1 bréf pepperoni pizzasósa, magn eftir smekk rifinn mozzarella ostur, magn eftir smekk oreganó krydd Til að pensla yfir: 1 egg 2 msk mjólk rifinn ostur oreganó krydd Aðferð: Hitið mjólk í potti, mjólkin á að vera volg. Vekjið gerið í mjólkinni, en það tekur um það bil fimm mínútur. Um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin. Bræðið smjör. Blandið öllu saman í skál og…

Kjúklingaborgari með jalepenosósu

Kjúklingaborgari með jalepenosósu 700 g úrbeinuð kjúklingalæri 200 g kornflex, mulið 3 – 4 msk ólífuolía 150 g sýrður rjómi 1 – 2 msk sriracha sósa 2 tsk hveiti salt og pipar ½ tsk hvítlauksduft Aðferð: Blandið saman í skál, sýrða rjómanum, sriracha sósunni, salti, pipar, hvítlauksdufti og hveiti. Þerrið kjúklingakjötið vel og setjið ofan í chili sósuna og veltið því næst kjúklingakjötinu upp úr muldu kornflexi. Hitið vel af olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í ca. 2 mínútur á hvorri hlið, takið kjúklinginn varlega af pönnunni og leggið í eldfast mót og setjið inn í ofn við 180°C í 20 – 22 mínútur. Berið stökka kjúklinginn fram í hamborgarabrauði með jalepeno sósu og fersku salati. Jalepenosósa 2 dl majónes 1 dl grískt jógúrt…

Pulled pork hamborgarar með hrásalati

Pulled pork hamborgarar með hrásalati Hamborgarabrauð 470 g hveiti 3 tsk þurrger 1 tsk hunang 250 g volgt vatn 1 tsk salt 1 dl ólífuolía 1 egg, pískað Ofan á : Egg Sesamfræ Aðferð: Setjið þurrger og hunang út í volgt vatn og hrærið, um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin og þá má bæta hveitinu, saltinu, pískuðu eggi og ólífuolíu saman við. Þegar deigið er orðið þétt og fínt þá stráið þið hveiti á borðflöt og hnoðið deigið.  Setjið deigið í hreina skál og leyfið því að hefast í um það bil klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Skiptið deiginu í jafn stóra bita og mótið hvern bita í kúlu, leggið þær síðan á pappírsklædda ofnplötu…

Í dag er föstudagur sem þýðir að það er eflaust pizza á matseðlinum á flestum heimilum í kvöld geri ég ráð fyrir, að minnsta kosti höfum við haft það fyrir venju að baka saman (eða stundum pantað) pizzu á föstudagskvöldum. Ég elska góðar og matarmiklar pizzur og ég bakaði þessa einn föstudaginn fyrir ekki svo löngu síðan og svei mér þá ef þetta er ekki ein af bragðbetri pizzum sem ég hef smakkað, þökk sé hægeldaða svínakjötinu eða pulled pork. Ég fæ vatn í munninn á því að tala um þessa pizzu og ég verð að hvetja ykkur til þess að prófa þessa – ég er fullviss um að þið verðið jafn ánægð með hana og ég. Njótið vel og góða helgi kæru lesendur! Pulled…

Bananapönnukökur með Chia fræjum

Ég er sífellt að prófa mig áfram með hollari uppskriftir handa Ingibjörgu Rósu og að sjálfsögðu fyrir sjálfa mig líka. Það er svo auðvelt að grípa í hvítt brauð og eitthvað sem er kannski ekkert svo hollt og gott fyrir okkur. Hér er hollari útgáfa að pönnukökum sem ég baka oft handa okkur og eru mjög góðar. Gott er að setja t.d. ost og gúrku sem álegg ofan á þessar pönnsur. Prófið ykkur endilega áfram. Bananapönnukökur með Chia fræjum ca. 8 litlar pönnukökur  2 egg 1 1/2 banani 1 – 1,5 dl Kornax heilhveiti 1 msk Chia fræ Smá kanill Aðferð: 1. Létt þeytið eggin, stappið banana og blandið saman. 2. Bætið hveitinu smám saman við, byrjið á því að setja minna en meira ef…

Heilhveitibrauð með sólblómafræjum

Í gær eldaði ég grænmetissúpu og bakaði einnig einfalt heilhveitibrauð með sólblómafræjum sem ég var svo ánægð með að ég verð að deila uppskriftinni með ykkur. Ég nota heilhveiti talsvert mikið í bakstur en heilhveiti er malað með kími og klíði og því mun næringarríkara en hvítt hveiti. Heilhveitið hentar vel til brauðgerðar en deig úr því er þó aðeins þyngra í sér en brauð úr hvítu hveiti, svo ef þið eigið uppskriftir þar sem eingöngu hvítt hveiti er notað þá er ágætt að setja minna af heilhveiti, alltaf að setja minna en meira en þá er svo auðvelt að bæta við ef þess þarf. Fullkomið brauð fyrir útileiguna í sumar, tilvalið að skera það niður og setja gott álegg á milli og skella sér…

1 2 3 4