Archives

Nautalund með bernaise og piparostasósu

  Í síðustu viku fengum við góða gesti í mat og mig langaði til þess að bjóða þeim upp á eitthvað svakalega gott, ég fór út í Hagkaup og það fyrsta sem fangaði auga mitt í kjötborðinu var girnileg nautalund og sömuleiðis gargaði Bernaise sósan á mig sem var þarna líka. Ég stóðst ekki mátið, keypti kjötið, sósuna og gott meðlæti. Máltíðin var afar ljúffeng, ég byrjaði á því að elda kartöflurnar og á meðan þær voru í ofninum eldaði ég kjötið. Eldunin var afar einföld eða alveg eins og okkur þykir kjötið best. Hér kemur uppskriftin að nautalund með Hasselback kartöflum og piparostasósu. (Bernaise sósan var keypt í þetta sinn og því fylgir ekki uppskrift haha). Nautalundir  Ólífuolía 800 g nautalund Smjör Salt og…

Spaghetti Bolognese – einfalt og gott!

Spaghettí Bolognese er einn þekktasti pastaréttur í heimi, einfaldur og bragðgóður. Að mínu mati er hann fullkominn haustréttur, þegar ég hef góðan tíma þá finnst mér ótrúlega huggulegt að dunda mér að útbúa þennan rétt. Leyfa honum að malla í rólegheitum og fylla heimilið af ilm sem fær öll hjörtu til að slá hraðar. Hér kemur uppskriftin sem ég eldaði um daginn og er alveg ljómandi góð, já alveg ljómandi. Spaghetti Bolognese Ólífuolía Smjör 2 stilkar sellerí 3 gulrætur 600 g nautahakk salt og nýmalaður pipar 1 nautakjötsteningur + 1 dl soðið vatn 1 krukka pastasósa frá Ítalíu Handfylli fersk steinselja 3 msk sýrður rjómi t.d. 18% frá MS Aðferð: Hitið olíu og smjör á pönnu. Steikið sellerí, gulrætur og hvítlauk í smá stund eða…

Kjúklingabringur í tómat- og hvítvínssósu

Helgin leið hratt og örugglega, við höfum haft það svakalega gott og fengið til okkar góða gesti í mat, fylgst með gleðigöngunni og meira að segja komist í haust tiltektina. Í kvöld langaði mig í eitthvað einfalt og fljótlegt eftir annansaman dag, ég átti kjúklingabringur og tómata sem ég blandaði saman í góðan kjúklingarétt. Mamma mía hvað þetta var gott, ég borðaði á mig gat og hefði alveg getað borðað tómatana eina og sér, þeir voru ljúffengir. Virkilega góður endir á helginni og ég má til með að hvetja ykkur til þess að prófa þennan rétt í vikunni. Kjúklingur í tómat- og hvítvínssósu  2 kjúklingabringur eða álíka mikið magn af öðru kjúklingakjöti 6 stórir tómatar 6 kirsuberjatómatar 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 lítil krukka Dala…

Brakandi ferskt humarsalat

Stærsta ferðahelgi ársins framundan og eflaust margir að velta fyrir sér matnum um helgina, að minnsta kosti er ég að spá í því en ég er svosem alltaf að spá í mat. Ég grillaði humar í lokaþætti Matargleði Evu sem sýndir voru á Stöð 2 í vor og útbjó þetta gómsæta humarsalat sem ég mæli með að þið prófið.  Þetta er auðvitað sælkerasalat fyrir þá sem vilja gera vel við sig og það er ekki vitlaust að fá sér glas af góðu hvítvíni með. Einfalt, fljótlegt og ofboðslega gott. Hvítlaukshumar á salatbeði 600 – 700 g humarhalar 100 g smjör 3 hvítlauksrif1 rautt chili, fræhreinsaðHandfylli steinselja Börkur af hálfri sítrónu Skvetta af hvítvíni Safi af hálfri sítrónu Salt og pipar Hitið smjör í potti. Saxið niður hvítlauk, chili og steinselju og bætið út…

Mexíkóskur hamborgari með guacamole og nachos flögum

Ég elska góða og matarmikla hamborgara, þessi djúsí borgari er með mexíkósku ívafi og er einn af mínum uppáhalds. Það er leikur einn að útbúa hamborgara og ég mæli hiklaust með því. Ég er búin að borða hamborgara ansi oft núna í sumar og fæ ekki leið, það er auðvitað skemmtilegt við hamborgara að þeir eru aldrei eins. Bjóðið upp á þessa um helgina og þið sláið í gegn, ég segi það satt.  Mexíkóskur hamborgari með guacamole og nachos flögum 600 g nautahakk 1 meðalstór rauðlaukur, smátt skorin 1/2 rautt chilialdin, fræhreinsað og smátt skorið 2 dl steikt smátt skorið beikon handfylli ferskt kóríander, smátt skorið (það má líka vera steinselja) 1 egg brauðrasp, magn eftir smekk 150 g rifinn mexíkóostur salt og pipar Tillögur…

Villtur lax með blómkálsmauki og smjöri

Eftir ljúft frí á Spáni hlakkaði ég til að fá mánudagsfiskinn minn, auðvitað er gott og gaman að borða allt sem hugurinn girnist þegar maður er í fríi en mig var farin að lengja eftir fisk. Það gladdi mig mjög mikið er ég sá að í fiskborðinu í Hagkaup var þessi glæsilegi villti lax, ég týndi til einfalt meðlæti. Blómkál, kirsuberjatómata, ferskan aspas og púrrulauk. Ef hráefnið er gott þá þarf ekki að flækja hlutina. Ég dreif mig heim, í bílnum á leiðinni var ég búin að ákveða hvernig ég ætlaði að matreiða fiskinn en þetta átti að vera eins einfalt og kostur væri, enda klukkan að ganga sjö og allir svangir. Pönnusteiktur lax með blómkálsmauki, ofnbökuðum aspas, tómötum og púrrlaukssmjörsósu. Þetta var einn besti…

Grillaðir hamborgarar með beikon- og piparosti.

Það er ótrúlega lítið mál að útbúa heimatilbúna hamborgara og þeir smakkast miklu betur en þeir sem eru keyptir út í búð. Þegar sólin skín er tilvalið að dusta rykið af grillinu og grilla góðan mat, helst í góðra vina hópi. Ég grillaði þennan ómótstæðilega hamborgara um daginn og svei mér þá ef hann er ekki bara kominn í uppáhald, svo góður er hann. Ég mæli með að þið prófið núna um helgina. Grillaðir hamborgarar með beikon- og piparosti. 600 g nautahakk olía rauðlaukur 1 dl smátt skorið stökkt beikon 2 msk dijon sinnep 2 msk söxuð steinselja 1 egg brauðrasp 2 dl rifinn piparostur salt og pipar   hvítmygluostur Aðferð:    Hitið olíu á pönnu, skerið rauðlaukinn í sneiðar og steikið upp úr olíunni…

Buffaló kjúklingavængir og gráðostasósa

  Það er alltaf staður og stund fyrir gómsæta og stökka kjúklingavængi! Það eru eflaust margir að skipuleggja útskriftarveislu nú um helgina. Haddi minn er að útksirfast og ég er á fullu að setja saman smárétti sem mig langar að bjóða upp á. Ég gerði þessa vængi um daginn þegar Ísland – Tékkland mættust. Vængirnir slógu í gegn sem og gráðostasósan sem ég útbjó. Hér kemur uppskriftin, ég vona að þið njótið vel.   Buffaló vængir með gráðostasósu 15 – 20 kjúklingavængir 3 msk hveiti 1 tsk salt 1 tsk pipar 1 tsk paprikukrydd 2 – 3 msk Buffalo sósa Aðferð: Setjið kjúklingavængi, hveiti og krydd í plastpoka og hrisstið duglega eða þannig að hveiti þekji kjúklingavængina mjög vel. Setjið vængina á pappírsklædda ofnplötu og…

Sjúklega gott og hollt laxasalat

Ég elska fisk og gæti borðað hann hvern einasta dag, hann er ekki bara ljúffengur heldur er hann einnig mjög hollur. Í kvöld langaði mig í eitthvað létt og gott og þá var laxasalat fyrir valinu. Það er tilvalið að nota fiskmeti í salöt og þetta salat á eftir að koma ykkur á óvart. Einfalt, fljótlegt og afar gott bæði fyrir líkama og sál.   Laxasalat með jógúrtdressingu   fyrir þrjá til fjóra ólífuolía smjör 1 stór sæt kartafla eða tvær meðalstórar 500 g lax, beinhreinsaður salt og nýmalaður pipar tímían 1 poki gott salat t.d. spínat eins og ég notaði í kvöld ferskt dill sítróna ristaðar pekanhnetur fetaostur Aðferð: Afhýðið kartöfluna og skerið í litla bita, kryddið til með salti og pipar og leggið…

Lax í pekanhnetuhjúp

Lax er með því hollara sem við getum í okkur látið og er hann sannkölluð ofurfæða. Það er hægt að matreiða lax á marga vegu og er hann sérstaklega bragðgóður bakaður í ofni. 1 laxaflak gróft sjávarsalt nýmalaður svartur pipar hunangs djion sinnep Hnetuhjúpur 100 g hnetur t.d. hesli og pekanhnetur 4 msk brauðrasp steinselja börkur af einni sítrónu 1 msk olía 2 hvítlauksrif, fínt rifnir sjávarsalt Aðferð 1.   Hitið ofninn í 180°C. 2.   Snyrtið laxaflakið og setjið í eldfast mót eða á pappírsklædda bökunarplötu. 3.   Kryddið laxinn til með salti og pipar og penslið sinnepinu yfir hann. Dreifið hnetuhjúpnum yfir og þjappið honum vel ofan í sinnepið með hönfunum, þannig að hann haldist vel á. Bakið í 15 mínútur. Takið þá laxinn út úr ofninum og látið…

1 11 12 13 14 15 17