Archives

OFNBÖKUÐ BLEIKJA Í TERYAKI SÓSU – EINFALT MEÐ EVU

  Ofnbökuð bleikja í Teryaki sósu með æðislegu hrásalati Matur í einum grænum – enn eitt dæmið um hvað er hægt að útbúa stórgóða máltíð á örfáum mínútum sem allir í fjölskyldunni elska. • 4 bleikjuflök • 1 msk ólífuolía + 1 tsk smjör • Salt og pipar • 6-8 msk Teriyaki sósa • 1 hvítlauksrif • 2 stilkar vorlaukur • 6 msk hreinn fetaostur • Ristuð sesamfræ Hrásalat • ½ höfuð Hvítkál • ½ höfuð Rauðkál • 4 gulrætur • 4 radísur • Handfylli kóríander • Safi úr hálfri appelsínu Aðferð: 1. Hitið ofninn í 180°C. 2. Leggið fiskinn á pappírsklædda ofnplötu. 3. Saxið hvítlauk og vorlauk mjög smátt og blandið saman við teryaki sósuna. Penslið fiskinn með sósunni og það má fara vel…

GEGGJAÐ RÆKJUTACOS MEÐ FERSKU SALSA

Mánudagsfiskurinn í þessari viku var risarækjutacos með bræddum osti, stökkum tortilla vefjum og fersku salsa. Ég ætlaði reyndar bara að kaupa fisk til þess að steikja en brjálæðislega girnilegar tortilla vefjur fönguðu hug minn en þær voru ólíkar þeim sem ég kaupi venjulega og ég gat ekki annað en gripið þær með mér heim. Þetta kallaði einfaldlega á gott tacos kvöld! Tortilla vefjurnar  gegna lykilhlutverki í þessum rétti, ég segi ykkur það satt. Bragðið af þeim gerir matinn svo spennandi og hann verður líkari ekta mexíkóskum mat fyrir vikið, ég verð eiginlega að mæla með að þið kaupið þessar tortilla vefjur og þá vitið þið hvað ég er að tala um. Bragðmikið rækjutacos með fersku salsa Fyrir fjóra 2 pakkar risa- eða tígrisrækja (um það…

ÆÐISLEG BLEIKJA Á FIMMTÁN MÍNÚTUM

Það hefur eflaust ekki farið framhjá ykkur að ég elska ofur einfaldar uppskriftir og það er ekki að ástæðulausu, eftir vinnu þá skal ég viðurkenna það að ég nenni oft ekki að standa lengi í eldhúsinu og þá er gott að eiga eina og eina uppskrift sem tekur enga stund að henda í án þess að það komi niður á gæðum matarins. Þessi uppskrift er einmitt þannig að hún er mjög einföld og fljótleg, ég er um það bil fimmtán mínútur að útbúa þennan rétt fyrir byrjun til enda. Getur maður nokkuð beðið um neitt betra? Þessi matur flokkast nú örugglega líka sem ofurfæða fyrir líkama og sál, svakalega gott og hollt!! Æðisleg bleikja með mangósalsa Fyrir 2  – 3 2 bleikjuflök , beinhreinsuð Salt…

Fiskibollurnar hennar ömmu Stínu

Öll eigum við minningu tengda mat, ég á margar mjög góðar minningar úr eldhúsinu hennar ömmu. Eitt af því sem mér fannst best að fá hjá henni voru fiskibollurnar hennar. Ég sé ömmu alltaf fyrir mér í eldhúsinu sínu í Engihjallanum með svuntu á milljón að gera bollur handa stórfjölskyldunni. Mamma gerði þessar bollur reyndar líka mjög oft heima, þá þótti mér mesta sportið að fylgjast með þegar hún hakkaði fiskflökin.  Ég hef smakkað allskonar bollur en það er engin uppskrift sem kemst með tærnar þar sem þessi hefur hælana. Lyktin sem umvefur heimilið er ótrúlega góð og bollurnar eru svo ljúffengar. Þær eru silkimjúkar og bragðast æðislega vel með soðsósunni góðu. Fiskibollurnar hennar ömmu 800 fiskhakk 1 meðalstór laukur, smátt saxaður 1 msk. ARomat…

Karrífiskur með æðislegri jógúrtsósu

Karrífiskur með æðislegri jógúrtsósu *Fyrir fjóra  800 g fiskur til dæmis þorskur eða ýsa 5 dl hveiti salt og pipar 1 msk karrí 1 msk sinnepsduft 2 msk  fersk smátt söxuð steinselja salt og nýmalaður pipar, magn eftir smekk 3 egg ólífuolía til steikingar + smá smjör Aðferð: Skerið fiskinn í jafn stóra bita. Blandið saman í skál hveitinu og kryddum. Pískið þrjú egg saman í skál. Hitið ólífuolíu á pönnu. Veltið fiskbitunum upp úr hveitiblöndunni og síðan upp úr eggjablöndunni.  Steikið fiskinn á pönnu í ca tvær mínútur á hvorri hlið, setjið síðan fiskinn í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 10 – 12 mínútur. Það er ágætt að setja smá smjörklípu ofan á fiskinn áður en hann fer inn í…

Ómótstæðilegur graflax með ljúffengri sósu

  Eitt af því sem mér þykir algjörlega ómóstæðilegt og nauðsynlegt fyrir jólin er graflax með góðri sósu. Ég hreinlega elska grafinn lax og gæti borðað hann í öll mál yfir jólin.. þessi uppskrift er afar einföld og þið ættuð þess vegna öll að geta leikið hana eftir. Graflax 1 laxaflak ca. 700 g. Beinlaust. 200 g salt 200 g púðursykur 6 piparkorn 2 msk vatn 1 msk graflaxblanda frá Pottagöldrum 4 – 5 msk dill ½ sítróna Aðferð: Leggið laxflakið í mót. Blandið saman salti, púðursykri, piparkornum og vatni í matvinnsluvél. Hellið síðan blöndunni yfir laxaflakið og nuddið vel inn í laxinn. Stráið kryddinu jafnt yfir flakið og saxið dillið mjög smátt og stráið yfir. Rífið börk af hálfri sítrónu yfir laxaflakið í lokin….

Lax í æðislegri rjómasósu með sólþurrkuðum tómötum og döðlum

Lax í rjómasósu með döðlum og sólþurrkuðum tómötum 500 – 600 g lax, beinhreinsaður olía til steikingar + smá smjörklípa 1 1/2 dl smátt skorinn blaðlaukur 10 döðlur, mjúkar og smátt skornar 10 sólþurrkaðir tómatar, smátt skornir 1/2 tsk. timían salt og nýmalaður pipar, magn eftir smekk 2 – 3 dl rjómi. Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Hitið olíu  á pönnu, skerið laxinn í jafn stóra bita og steikið á hvorri hlið í tvær mínútur. (byrjið á því að steikja laxinn á roðhliðinni) Kryddið laxinn með timían, salti og pipar. Bætið vænni smjörklípu út á pönnuna rétt í lokin. Setjið laxinn í eldfast mót og byrjið að undirbúa sósuna. Skerið blaðlauk, döðlur og sólþurrkaða tómata afar smátt og steikið upp úr olíu í smá stund,…

Laxatacos með mangósalsa og kóríandersósu

Laxa tacos Uppskrift.  600 – 700 g lax, skorinn í litla teninga 2 msk ólífuolía 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd salt og pipar, magn eftir smekk 1 hvítlauksrif Við steikingu: 1 msk ólífuolía 1 límóna 1 msk sesamfræ Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita, kryddið til með kryddunum sem eru talin upp hér að ofan og bætið olíunni saman við. Rífið niður hvítlauk og bætið honum saman við. Hitið ólífuolíu á pönnu, steikið fiskinn í nokkrar mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Sáldrið sesamfræjum yfir fiskinn í lokin og kreistið safann úr hálfri límónu yfir fiskinn. Blandið laxinum saman við mangósalsa og berið fram í tacoskeljum. Mangósalsa 1 ferskt mangó í teningum 1 rauðlaukur, meðalstór fínsaxaður ½ agúrka, smátt…

Grilluð tortillapizza með hvítlauksrækjum

Grilluð tortilla pizza með risarækjum, rjómaosti og fersku salsa Hvítlauksrækjur 300 g risarækjur 2 – 3 msk ólífuolía 50 g smjör, brætt 2 hvítlauksrif 1/2 rautt chilialdin safi úr hálfri sítrónu salt og pipar 1 msk smátt söxuð steinselja Aðferð: Skolið rækjurnar vel og þerrið, veltið síðan rækjunum upp úr ólífuolíu, smjöri, nýrifnum hvítlauk, smátt söxuðu chili, salti, pipar og steinselju eða kóríander. Þræðið rækjurnar því næst upp á grillspjót og grillið í 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn. Tortillapizzur Tortillakökur Hreinn rjómaostur Risarækjur Ólífuolía Aðferð: Smyrjið tortillakökur með hreinum rjómaosti, sáldrið rifnum osti yfir og kryddið til með salti og pipar. Raðið rækjunum yfir og sáldrið smávegis af ólífuolíu yfir. Leggið tortilla kökuna á álpappír sem er…

Grillaður lax með sítrónu, fetaosti, hvítlauk og kirsuberjatómötum

Grillaður lax með sítrónu, kirsuberjatómötum og hvítlauk 700 g lax, beinhreinsaður 1 msk ólífuolía salt og pipar 1 hvítlauksrif 10 kirsuberjatómatar sítróna 1 ½ dl fetaostur 1 msk graslaukur, smátt saxaður Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita og raðið honum í álbakka eða á álpappír, dreifið olíu yfir laxinn og kryddið með salti og pipar. Rífið niður eitt hvítlauksrif, skerið niður tómata og graslauk og dreifið yfir laxinn. Skerið sítrónu í sneiðar og leggið eina sneið yfir hvern bita ásamt því að mylja fetaost yfir í lokin. Grillið í 5 – 7 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Grillaður aspas Ferskur aspas Ólífuolía Sítrónusafi Salt og pipar Smjör Aðferð: Snyrtið aspasinn vel og skerið trénaða hlutann af, það er gott ráð…

1 2 3 4