Archives

Sushi – Humarrúlla með chili majónesi

Guðdómlegt sushi með djúpsteiktum humar og bragðmikilli chilisósu   Hráefnin sem þið þurfið í rúlluna: Sushi hrísgrjón 600 g skelflettur humar Tempura deig Ferskur aspas, soðinn í söltu vatni í 3 mínútur agúrka, skorin í þunnar og langar sneiðar rauð paprika, skorin þunnar og langar sneiðar lárpera ferskur kóríander chili majónes pikklaður engifer wasabi mauk sojasósa Nori blöð Sushi hrísgrjón 350 g sushi hrísgrjón 7 ½ dl vatn salt hrísgrjónaedik 1 tsk sykur Aðferð Skolið hrísgrjónin mjög vel, mér finnst best að skola þau í góðu sigti. Það tekur svolitla stund eða um 5 – 7 mínútur. Leggið hrísgrjónin í bleyti í köldu vatni í um það bil tvær klukkustundir, skiptið um vatn 2 – 3 sinnum. Setjið hrísgrjónin út í kalt vatn í þykkbotna…

Sashimi salat með ponzusósu

Sashimi salat með ponzusósu   Ákaflega einföld uppskrift að sumarlegu sushi sem er tilvalið  sem forréttur eða léttur aðalréttur. Hráefni: 300 g lax, beinhreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar 1 lárpera, vel þroskað 1 mangó, vel þroskað Blandað salat 1 dl límónusafi ¾ dl sojasósa ½ rautt chili 1 ½ msk kóríander ¼ tsk rifið engifer 1 msk vorlaukur, smátt skorinn sesamfræ, ristuð Aðferð Best er að byrja á Ponzusósunni en það er japönsk sósa sem gerð er úr sojasósu og límónusafa.  Blandið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél eða hrærið saman í skál, þannig verður sósan örlítið grófari en báðar aðferðirnar eru jafn góðar. Geymið í kæli á meðan þið setjið laxinn á disk. Skerið laxinn, mangó og lárperu afar þunnt og raðið á stórt…

Heimalagað tagliatelle með risarækjum og pastasósu. Hinn fullkomni pastaréttur!

Heimalagað tagliatelle með risarækjum og pastasósu. Hinn fullkomni pastaréttur! Pastadeig 400 g hveiti 3 egg 4 eggjarauður 1 ½ msk ólífuolía 1 tsk salt Aðferð: Setjið hveiti á borðflöt og gerið holu í miðjuna á hveitinu, setjið egg, eggjarauður, salt og ólífuolíu í holuna og blandið öllum hráefnum saman með höndum. Hnoðið deigið vel í nokkrar mínútur og sláið deiginu upp í kúlu, setjið plastfilmu yfir kúluna og geymið deigið í kæli í 30 – 40 mínútur. Skiptið deiginu í þrjá hluta og fletjið hvern hluta út, í pastavél eða með kökukefli. Skerið pastadeigið í þunnar lengjur eða notið pastavélina til þess að móta tagliatelle. Sjóðið í vel söltu vatni í þrjár mínútur. Risarækjur í tómata-og basilíkusósu  1 msk ólífuolía 12 – 14 risarækjur 1…

Ofnbökuð ýsa í pestósósu.

Ofnbökuð ýsa í pestósósu. 700 g ýsa 350 g pestó með sólþurrkuðum tómötum 4 dl fetaostur (3-4 msk af olíunni má fylgja með) 2 dl svartar ólífur 10 kirsuberjatómatar Salt og pipar Nýrifinn parmesan, magn eftir smekk Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Skerið fiskinn í jafn stóra bita og leggið í eldfast mót, kryddið til með salti og pipar. Blandið saman í sér skál pestóinu og fetaostinum, dreifið sósunni yfir fiskinn. Skerið niður ólífur og tómata, raðið yfir pestósósuna. Rífið niður parmesan og sáldrið yfir réttinn í lokin, nóg af honum. Setjið fiskréttinn inn í ofn og bakið við 180°C í 25-30 mínútur. Berið fiskréttinn fram með fersku salati! Njótið vel! xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Surf and Turf – hin fullkomna nautalund

Safarík og silkimjúk nautalund er eitt af því betra sem ég veit um! Ég smakkaði bestu nautalund sem ég hef smakkað hjá Atla vini mínum fyrr á þessu ári en hann eldaði hana með sous vide eldunargræju en slík matreiðsla felur í sér að elda matinn á jöfnu hitastigi í vatni. Ég hef oft smakkað góða nautalund og tel mig alveg ágæta að elda slíka en þessi eldunaraðferð er skotheld og útkoman verður fullkomin – ég er að segja ykkur það, fullkomin! Haddi átti afmæli í mars og við fengum fjölskylduna hans í mat og buðum upp á „surf and turf“ eða nautalund og humar. Ég hef alltaf verið svolítið stressuð að elda nautalund fyrir marga, þá verð ég stressuð um að ofelda steikina eða…

Fiskibollurnar hennar ömmu með asísku twisti

 Fiskibollurnar hennar ömmu Stínu eru í miklu uppáhaldi og  ég elskaði að koma í heimsókn til ömmu og gæða mér á bollunum ásamt brúnu sósunni sem borin var fram með bollunum. Nú þegar ég hugsa um þessar heimsóknir finn ég ósjálfrátt lyktina af matnum… og ylja mér við ljúfar minningar. Amma er best og allt sem hún eldaði og bakaði var á einhvern hátt miklu  betriaen hjá öðrum, ég get ekki útskýrt það með orðum beint en ég hugsa að fleiri tengi við þessa tilfinningu. Ég nota uppskriftirnar hennar ömmu mjög mikið og mér finnst  gaman að þróa þær áfram. Uppskriftin hér að neðan er í grunninn frá ömmu en ég setti smá asískan blæ á bollurnar sem að mínu mati kom vel út og…

Tryllingslega gott humarsalat með mangósósu

Þetta humarsalat er sannkallað lúxussalat þegar við viljum gera sérlega vel við okkur. Ég gjörsamlega elska þetta salat og gæti borðað það í öll mál… en þið vitið, maður borðar víst ekki humar í öll mál 🙂 Ég hvet ykkur til þess að prófa það og þá sér í lagi ef þið eigið von á góðum gestum, þá er bókað mál að þið sláið í gegn. Humarsalat með mangósósu og ristuðum furuhnetum Einföld matreiðsla Áætlaður tími frá byrjun til enda: 40 mínútur Fyrir 3-4  Gott salat t.d. klettasalat og lambhagasalat 1 askja kirsuberjatómatar 1 askja jarðarber ca. 10 stk ½ melóna (má vera hvaða tegund sem er) 1 mangó ½ rauðlaukur ½ rauð paprika 600 g humar, skelflettur smjör ólífuolía 2 hvítlauksrif ½ chili 1 tsk fersk…

Æðisleg bleikja í teriyaki sósu með ristuðum sesamfræjum

  Korter í kvöldmat er nýr liður á blogginu en í þessum færslum ætla ég að deila með ykkur einföldum og ofur góðum uppskriftum sem eiga það sameiginlegt að vera mjög fljótlegar. Fyrsti rétturinn sem ég ætla að deila með ykkur er ljúffeng bleikja í teriyaki sósu. Ég eldaði þennan rétt í síðustu viku, þá var ég í próflestri og hafði ekki langan tíma til þess að stússast í matargerðinni. Það kannast eflaust flestir við að lenda einhvern tímann í tímaþröng um kvöldmatarleytið og það þarf ekki endilega að koma niður á gæði matarins, við þurfum bara að velja fljótlega og einfalda rétti og þessi er einn af þeim.   Bleikja í Teriyaki sósu með ristuðum sesamfræjum     Einföld matargerð Áætlaður tími frá byrjun…

Ofnbakaður lax í sítrónu- og smjörsósu

Ef það væri hægt að finna lykt af matnum í gegnum sjónvarp/tölvu þá væruð þið eflaust kolfallin fyrir þessum ljúffenga rétti. Hann er það einfaldur að hann gæti flokkast sem skyndibiti, það tekur rúmlega fimmtán mínútur að búa hann til og er hann algjört sælgæti. Einfaldleikinn er of bestur og þessi réttur sannar það. Ofnbakaður lax með ferskum tómötum 800 g beinhreinsað laxaflak með roði Salt og pipar 1 sítróna, börkur og safi 5-6 msk smjör Ólífuolía 1 askja kirsuberjatómatar 1 stór tómatur 1 rauðlaukur Balsmikgljái Ólífuolía Handfylli basilíka   Aðferð: Leggið laxaflakið í eldfast mót, kryddið til með salti, pipar og nýrifnum sítrónuberki. Sáldrið ólífuolíu yfir og smjöri. Bakið við 180°C í 10-12 mínútur. Á meðan fiskurinn er í ofninum útbúið þið einfalt tómatasalat….

Bragðmikið og bráðhollt fiskitakkós úr Matargleði Evu

Fiskitakkós er algjör snilld til þess að fá fjölskylduna til að borða meira af fisk og grænmeti. Ég elska þessa uppskrift og geri hana mjög oft hér heima fyrir, það tekur enga stund að búa til þennan rétt og það er lygilega einfalt að baka sínar eigin tortillavefjur. Á föstudögum er hefð á mörgum heimilum að gera vel við sig og ég skora á ykkur að prófa þessa uppskrift, ég veit að þið eigið eftir að slá í gegn.   Fiski takkós Hveititortillur 100 g heilhveiti 60 g vatn smá sjávarsalt   Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman í skál, hnoðið í nokkrar mínútur á hveitistráðu borði. Setjið deigið í hreina skál og viskastykki yfir, leyfið deiginu að hefast í 30-60 mínútur eða þegar deigið hefur…

1 2 3 4