Archives

Humarsúpan úr Matargleði Evu

Í síðasta þætti lagði ég sérstaka áherslu á sjávarfang og eldaði meðal annars þessa ljúffengu humarsúpu sem er mjög vinsæl í minni fjölskyldu. Ef það er ferming, skírn eða önnur stór veisla í fjölskyldunni er þessi súpa undantekningarlaust á boðstólnum, og alltaf er hún jafn vinsæl. Uppskriftin kemur frá mömmu minn og þykir mér mjög vænt um þessa uppskrift. Ég lofa ykkur að þið eigið eftir að elda súpuna aftur og aftur.   Lúxus humarsúpa  Humarsoð Smjör 600-700 g humarskeljar 2 stilkar sellerí 3 gulrætur 1 laukur 2-3 lárviðarlauf 3-4 hvítlauksrif 3-4 tímían greinar 1 tsk eftirlæti hafmeyjunnar 1 tsk Ítölsk sjávarréttakryddblanda 1 l fiskisoð (soðið vatn + 2 fiskikraftsteningar) 1 glas hvítvín (ca 3 dl) Salt og pipar   Aðferð: Skolið humarinn mjög vel…

Ofnbakaðir þorskhnakkar í paprikusósu

  Ofnbakaður fiskur er alltaf í miklu uppáhaldi, þó það þurfi ekki að hafa mikið fyrir góðu hráefni þá er virkilega gott að gera djúsí fiskrétti af og til. Ég elska þá að minnsta kosti og ég hef tekið eftir því hér á síðunni að lesendur mínir eru sammála. Ég eldaði þennan góða rétt í vikunni, ég tók bara það sem ég átti til inn í ísskáp og útkoman var mjög góð. Svo góð að ég borðaði yfir mig og gott betur en það. Mæli með þið prófið fiskréttinn og ég vona að þið njótið vel.     Ofnbakaðir þorskhnakkar með paprikuosti 1 msk ólífuolía eða smjör 1 laukur, smátt saxaður 4 gulrætur, smátt skornar 1 rauð paprika, smátt skorin 1/2 blómkálshöfuð, smátt skorið 1/2…

Brakandi ferskt humarsalat

Stærsta ferðahelgi ársins framundan og eflaust margir að velta fyrir sér matnum um helgina, að minnsta kosti er ég að spá í því en ég er svosem alltaf að spá í mat. Ég grillaði humar í lokaþætti Matargleði Evu sem sýndir voru á Stöð 2 í vor og útbjó þetta gómsæta humarsalat sem ég mæli með að þið prófið.  Þetta er auðvitað sælkerasalat fyrir þá sem vilja gera vel við sig og það er ekki vitlaust að fá sér glas af góðu hvítvíni með. Einfalt, fljótlegt og ofboðslega gott. Hvítlaukshumar á salatbeði 600 – 700 g humarhalar 100 g smjör 3 hvítlauksrif1 rautt chili, fræhreinsaðHandfylli steinselja Börkur af hálfri sítrónu Skvetta af hvítvíni Safi af hálfri sítrónu Salt og pipar Hitið smjör í potti. Saxið niður hvítlauk, chili og steinselju og bætið út…

Villtur lax með blómkálsmauki og smjöri

Eftir ljúft frí á Spáni hlakkaði ég til að fá mánudagsfiskinn minn, auðvitað er gott og gaman að borða allt sem hugurinn girnist þegar maður er í fríi en mig var farin að lengja eftir fisk. Það gladdi mig mjög mikið er ég sá að í fiskborðinu í Hagkaup var þessi glæsilegi villti lax, ég týndi til einfalt meðlæti. Blómkál, kirsuberjatómata, ferskan aspas og púrrulauk. Ef hráefnið er gott þá þarf ekki að flækja hlutina. Ég dreif mig heim, í bílnum á leiðinni var ég búin að ákveða hvernig ég ætlaði að matreiða fiskinn en þetta átti að vera eins einfalt og kostur væri, enda klukkan að ganga sjö og allir svangir. Pönnusteiktur lax með blómkálsmauki, ofnbökuðum aspas, tómötum og púrrlaukssmjörsósu. Þetta var einn besti…

Sjúklega gott og hollt laxasalat

Ég elska fisk og gæti borðað hann hvern einasta dag, hann er ekki bara ljúffengur heldur er hann einnig mjög hollur. Í kvöld langaði mig í eitthvað létt og gott og þá var laxasalat fyrir valinu. Það er tilvalið að nota fiskmeti í salöt og þetta salat á eftir að koma ykkur á óvart. Einfalt, fljótlegt og afar gott bæði fyrir líkama og sál.   Laxasalat með jógúrtdressingu   fyrir þrjá til fjóra ólífuolía smjör 1 stór sæt kartafla eða tvær meðalstórar 500 g lax, beinhreinsaður salt og nýmalaður pipar tímían 1 poki gott salat t.d. spínat eins og ég notaði í kvöld ferskt dill sítróna ristaðar pekanhnetur fetaostur Aðferð: Afhýðið kartöfluna og skerið í litla bita, kryddið til með salti og pipar og leggið…

Lax í pekanhnetuhjúp

Lax er með því hollara sem við getum í okkur látið og er hann sannkölluð ofurfæða. Það er hægt að matreiða lax á marga vegu og er hann sérstaklega bragðgóður bakaður í ofni. 1 laxaflak gróft sjávarsalt nýmalaður svartur pipar hunangs djion sinnep Hnetuhjúpur 100 g hnetur t.d. hesli og pekanhnetur 4 msk brauðrasp steinselja börkur af einni sítrónu 1 msk olía 2 hvítlauksrif, fínt rifnir sjávarsalt Aðferð 1.   Hitið ofninn í 180°C. 2.   Snyrtið laxaflakið og setjið í eldfast mót eða á pappírsklædda bökunarplötu. 3.   Kryddið laxinn til með salti og pipar og penslið sinnepinu yfir hann. Dreifið hnetuhjúpnum yfir og þjappið honum vel ofan í sinnepið með hönfunum, þannig að hann haldist vel á. Bakið í 15 mínútur. Takið þá laxinn út úr ofninum og látið…

Ofnbakaður plokkfiskur

Ofnbakaður plokkfiskur  Uppskrift miðast  við um það bil fjóra manns 600 g ýsa, roð- og beinlaus 400 g kartöflur 1 meðalstór laukur, smátt saxaður 2 msk vorlaukur, smátt saxaður 4 dl mjólk 1 dl fiskisoð 3/4 dl hveiti 60 g smjör 1 1/2 tsk karrí 1/2 spergilkálshöfuð rifinn ostur, magn eftir smekk salt og pipar, svolítið vel af pipar 1. Sjóðið kartöflurnar, afhýðið og skerið í bita. Skerið ýsuflökin í bita og sjóðið, látið suðuna koma upp og slökkvið síðan undir hellunni og látið standa á meðan sósan er útbúin, í um 10 mínútur. (Munið að geyma fiskisoðið) 2. Afhýðið og saxið lauk. Hitið smjör í potti og mýkið laukinn. 3. Hveitinu er bætt við smjörið og laukinn, hrærið vel í á meðan. 4. Því…

1 2 3 4