Tryllt Snickerskaka

Snickers brownies

Brownies uppskrift:
    • 150 g smjör
    • 250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði
    • 200 g sykur
    • 2 stór egg
    • 100 g KORNAX hveiti
    • 1 tsk vanillusykur
  • 2 msk kakó
Karamellufylling
  • 1 krukka Dulce de leche, karamellusósa
  • 5 góðar matskeiðar af hnetusmjöri
  • 1 dós sykurpúðakrem, sjá mynd hér að neðan
  • 100 g ristaðar kasjúhnetur

Súkkulaðikrem:

  • 250 g mjólkursúkkulaði
Aðferð: 
    • Hitið ofninn í 170°C (blástur).
    • Bræðið smjör við vægan hita, saxið súkkulaðið og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna.
    • Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakó saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Í lokin hellið þið súkkulaðiblöndunni við og blandið vel saman.
    • Hellið deiginu í pappírsklætt form (20×20) og bakið við 170°C í 30 mínútur. Það er mjög mikilvægt að leyfa kökunni að kólna alveg í forminu.
    • Setjið öll hráefnin sem eiga að fara í karamellufyllinguna í pott við vægan hita og hrærið mjög vel þar til fyllingin hefur blandast vel saman.
    • Hellið karamellufyllingunni ofan á súkkulaðiköku og kælið.
  • Bræðið mjólkursúkkulaði yfir vatnsbaði og hellið yfir kökuna í lokin. Kælið og þegar súkkulaðið er orðið hart þá er kakan tilbúin, skerið hana í bita og berið strax fram.
Þessa köku ættu allir að prófa. Njótið vel <3
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)