Kexbotn 230 Lu Bastogne kexkökur. 80 g smjör, brætt. Aðferð: Forhitið ofninn í 150°C. Setjið kexkökurnar í matvinnsluvél og maukið fínt, hellið brædda smjörinu saman við og hrærið saman. Klæðið hringlaga form með smjörpappír (sjáið aðferð á Instagram) og hellið blöndunni í formið, sléttið úr með skeið og þrýstið blöndunni í formið. Bakið við 150°C í 10 mínútur. Rjómostafylling með eplabitum 700 g hreinn rjómaostur 100 g sykur 3 egg 2 tsk vanilludropar 2 epli 2 tsk sykur + 1 tsk kanill Aðferð: Þeytið rjómaostinn þar til hann er mjúkur, skafið meðfram hliðum og þeytið áfram. Bætið sykrinum smám saman við og þeytið vel. Bætið einu og einu eggi út í og þeytið vel á milli. Í lokin fara vanilludropar út í fyllinguna. Hellið…