Archives

Ostakaka með eplum og karamellusósu

Kexbotn 230 Lu Bastogne kexkökur. 80 g smjör, brætt. Aðferð: Forhitið ofninn í 150°C. Setjið kexkökurnar í matvinnsluvél og maukið fínt, hellið brædda smjörinu saman við og hrærið saman. Klæðið hringlaga form með smjörpappír (sjáið aðferð á Instagram) og hellið blöndunni í formið, sléttið úr með skeið og þrýstið blöndunni í formið. Bakið við 150°C í 10 mínútur. Rjómostafylling með eplabitum 700 g hreinn rjómaostur 100 g sykur 3 egg 2 tsk vanilludropar 2 epli 2 tsk sykur + 1 tsk kanill Aðferð: Þeytið rjómaostinn þar til hann er mjúkur, skafið meðfram hliðum og þeytið áfram. Bætið sykrinum smám saman við og þeytið vel. Bætið einu og einu eggi út í og þeytið vel á milli. Í lokin fara vanilludropar út í fyllinguna.   Hellið…

Syndsamlega einfalt og fljótlegt eplapæ á örfáum mínútum

*Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við KELLOGGS  Syndsamlega gott og einfalt eplapæ 4 epli 1 tsk kanil 4 msk smjör 1 tsk vanilludropar 5 dl KELLOGGS múslí með súkkulaðibitum 2 dl grískt jógúrt 1 msk hunang 1 vanillustöng ½ tsk vanilludropar Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Flysjið epli, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og veltið upp úr kanil. Setjið eplin í eldfast mót, hellið vanilludropum yfir og skerið smjörið í bita og dreifið yfir. Að lokum fer KELLOGGS múslí með súkkulaðibitum yfir og inn í ofn við 180°C í 25 – 30 mínútur eða þar til pæið er orðið gullinbrúnt (best er að hræra í pæinu einu sinni til tvisvar á meðan það er í ofninum). Blandið grísku…

Grilluð eplakaka með súkkulaði og kókosmulningi

Grilluð eplabaka með karamellusósu Eplabaka 6  stór græn epli 2 msk. sykur 2 tsk kanill 1 tsk. vanillusykur eða vanilludropar 50 – 60 g. Hakkað súkkulaði Mulningur 80 g. hveiti 80 g. sykur 80 g. smjör 50 g. Kókosmjöl Aðferð: Hitið grillið. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í álform sem má fara á grillið. Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin. Sáldrið súkkulaðinu yfir eplin. Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Setjið hveiti, sykri, smjöri og kókosmjöli í skál og blandið saman með höndunum. Setjið deigið ofan á eplin og grillið í um það bil 10 – 15 mínútur, tekur alls ekki langa stund að grilla kökuna og það þarf…

Guðdómlegt epla- og bláberjacrumble

Í gærkvöldi ákvað ég að baka þessa einföldu epla- og bláberjaböku eftir kvöldmatinn. Það var svolítið haustlegt úti, pínu kalt og rigning.. fullkomið veður fyrir kertaljós, köku sem yljar að innan og sjónvarpsgláp. Ég var stjörf yfir þáttum sem sýndir eru á Stöð 2 sem heita Killer Women með Piers Morgan, þættirnir eru bara tveir og ég mæli með að þið leigið þá á vodinu ef þið eruð ekki búin að sjá þá. Þeir eru mjög góðir og ég mæli alveg með því að maula á einhverju góðu eins og þessari böku yfir þáttunum. Ég notaði heilhveiti að þessu sinni og mér finnst það betra en hvítt hveiti í þessa köku, hef núna prófað hvoru tveggja og verð að segja að heilhveitið hefur vinninginn. Mylsnan…

Besta eplakakan

Það eru nokkrar kökur sem ég baka aftur og aftur, það er súkkulaðikaka, gulrótarkaka og svo þessi eplakaka. Kökur sem ég fæ aldrei leið á og minna mig á ljúfar stundir með fjölskyldu og vinum. Þessi eplakaka yljar manni að innan og kanililmurinn er hreint út sagt dásamlegur. Eplakaka með þeyttum rjóma 200 g smjör 3 egg 220 g hveiti 220 g sykur 1 tsk lyftiduft 2 tsk vanilla extract eða sykur 1 dl rjómi 2 græn epli 2 msk sykur 1,5 tsk kanill   Aðferð: Flysjið eplin, kjarnhreinsið og skerið í sneiðar. Blandið saman 2 msk af sykri og 1 tsk af kanil, sáldrið yfir eplin og leyfið þeim að liggja í kanilsykrinum í svolitla stund. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan…

Klassísk eplabaka, ljúffeng með rjóma!

Smákökur eru án efa vinsælastar yfir jólin en það er nú líka gott að baka eina og eina gómsæta köku og bjóða upp á með kaffinu eða heita súkkulaðinu. Þessi klassíska eplabaka stendur alltaf fyrir sínu, hún er að sjálfsögðu langbest volg borin fram með rjóma eða ís.. eða hvor tveggja 😉 Klassísk eplabaka 150 g sykur 3 egg 60 g smjör 1 dl mjólk 150 g Kornax hveiti 2 tsk lyftiduft 1 tsk salt 2 tsk. Vanilla extract eða sykur 100 g Odense marsípan 3 græn epli 2 msk sykur. 2 tsk. Kanill    Aðferð:  Hitið ofninn í 180°C. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bræðið smjör, bætið mjólkinni saman við smjörið og hellið út í deigið…