Syndsamlega einfalt og fljótlegt eplapæ á örfáum mínútum

*Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við KELLOGGS 

Syndsamlega gott og einfalt eplapæ

  • 4 epli
  • 1 tsk kanil
  • 4 msk smjör
  • 1 tsk vanilludropar
  • 5 dl KELLOGGS múslí með súkkulaðibitum
  • 2 dl grískt jógúrt
  • 1 msk hunang
  • 1 vanillustöng
  • ½ tsk vanilludropar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Flysjið epli, fjarlægið kjarna og stilka.
  3. Skerið eplin í litla bita og veltið upp úr kanil. Setjið eplin í eldfast mót, hellið vanilludropum yfir og skerið smjörið í bita og dreifið yfir.
  4. Að lokum fer KELLOGGS múslí með súkkulaðibitum yfir og inn í ofn við 180°C í 25 – 30 mínútur eða þar til pæið er orðið gullinbrúnt (best er að hræra í pæinu einu sinni til tvisvar á meðan það er í ofninum).
  5. Blandið grísku jógúrti, hunangi, fræjum úr vanillustöng og vanillu saman í skál og berið fram með eplapæinu.

 

Njótið vel og með góðri samvisku!

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *