Þessi kaka fer með mig til Bretlands í huganum, ég bjó í Oxford í nokkra mánuði eftir að ég kláraði framhaldsskóla. Þar var ég í enskunámi og vann á litlu veitingahúsi. Það er ekki hægt að segja að bresk matarmenning hafi heillað mig upp úr skónum en einn eftirréttur gerði…
Í nýjasta tölublaði Reykjavík Makeup Journal er lögð áhersla á húðina. Í blaðinu má finna nokkrar uppskriftir að andlitsmöskum og skrúbbum sem ég gerði úr hráefnum sem ég átti til í eldhúsinu. Það var mjög skemmtilegt að útbúa eigin dekurlínu. Einnig er það einfaldara en ég hélt og útkoman kom…
Ilmurinn af nýbökuðu brauði er dásamlegur. Þegar ég er í morgunstuði, þá baka ég eitthvað gott og nýt þess í botn að fá mér góðan morgunmat í rólegheitum á meðan Ingibjörg Rósa tekur lúrinn sinn. Ilmurinn af nýbökuðu brauði og kaffi er ofsalega góður og hefur róandi áhrif. Ég baka…
Síðastliðinn fimmtudag dæmdi ég í Íslandsmeistarakeppni barþjóna, þar bragðaði ég á mörgum ótrúlega góðum kokteilum og það var ansi skemmtilegt að sjá mismunandi kokteila og metnaðurinn var mikill hjá barþjónunum. Það skapar oft skemmtilega stemningu að bera fram fallegan og frískandi drykk í boðum, að mínu mati þurfa þeir ekkert…
Ítalskar kjötbollur eru einfaldlega ómótstæðilegar, Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég birti uppskrift að þessum bollum.(og ekki í síðasta sinn) Ég nota yfirleitt aldrei sömu uppskrift þegar ég bý til bollurnar og þetta var í fyrsta skipti sem ég blanda nautahakki og svínahakki saman. Útkoman var dásamleg og…
Í Sunnudagsmogganum deildi ég uppskriftum úr matarboði sem ég hélt fyrir vinkonur mínar. Ef félagsskapurinn er góður er góður matur bara plús. Ítalskt þema var fyrir valinu þetta kvöld og við nutum þess að sitja, borða og blaðra langt fram á kvöld. Alveg eins og það á að vera. Ég…
Heimatilbúið granóla. Það er fátt betra en stökkt og bragðmikið granóla með grísku jógúrti, hunangi og ferskum berjum. Ávextir eru alltaf góð hugmynd. Þeir eru bæði ótrúlega góðir og algjört augnayndi. Grænmetisbaka. Þessa einfalda baka er svakalega góð og þið getið leikið ykkur með fyllinguna, það er hægt að setja hvað…
Það er bæði einstaklega ánægjulegt og róandi að baka sitt eigið brauð. Það veitir öryggistilfinningu að vita nákvæmlega hvað fer í brauðið og svo er notalegt að fylgjast með bakstursferlinu. Í morgun bakaði ég gróft heilhveitibrauð með ýmsum korntegundum. Heilhveiti er malað með kími og klíði og er mun næringarríkara en…
Dögurður eða brunch er fullkomin máltíð, morgunmatur og hádegismatur í eina sæng. Að byrja daginn á ljúfengum mat, sitja og spjalla fram eftir degi er uppskrift að góðum degi. Einn af mínum eftirlætis brunch réttum er Egg Benedict og ég ákvað að bjóða vinkonu minni upp á þennan rétt þegar…
Það er eitthvað svo ómótstæðilega gott við bökur, þær eru svo hlýlegar og ilma svo vel. Þegar ég fór til Parísar fyir þremur árum þá smakkaði ég margar gerðir af bökum og ég kolféll fyrir þeim öllum. Þá sérstaklega þeim í sætari kantinum með allskyns rjómafyllingum, ég þarf endilega að…