Archives

Grænmetisbaka með fetaosti.

Bökur fylltar með allskyns góðgæti, bæði sætar og ósætar eru algjört lostæti. Eins og ég sagði ykkur frá í síðustu færslu vorum við Haddi í París fyrir nokkrum vikum og auðvitað fékk ég mér Quiche Lorraine og sætar bökur með vanillubúðingi og berjum. Bökur eru franskar að uppruna og því algjör skylda að fá sér slíka ef maður er staddur í Frakklandi. Ég hef oft deilt uppskriftum að bökum hér á blogginu en það skemmtilega við bökur eru að þær eru aldrei eins og það er hægt að gera þær á svo marga vegu. Þessa grænmetisböku gerði ég fyrr í vikunni og mér fannst hún svakalega góð og verð að deila henni með ykkur, það er tilvalið að bera hana fram í brönsinum. Maður fær…

Sætkartöflu – og spínatbaka

Það er eitthvað svo ómótstæðilega gott við bökur, þær eru svo hlýlegar og ilma svo vel. Þegar ég fór til Parísar fyir þremur árum þá smakkaði ég margar gerðir af bökum og ég kolféll fyrir þeim öllum. Þá sérstaklega þeim í sætari kantinum með allskyns rjómafyllingum, ég þarf endilega að prófa mig áfram í þeim bakstri. Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift að grænmetisböku sem er ótrúlega góð, ég tíndi til það sem átti í ísskápnum og úr var dásamleg baka.  Grænmetisbaka Uppskriftin skiptist í þrjá hluta. Fyrst fyllingin svo deigið og í lokin eggjablandan.  væn smjörklípa 2/4 blaðlaukur 1/2 meðalstór rauðlaukur 1 hvítlauksrif 1 stór gulrót 1/2 sæt kartafla 1 meðalstór rauð paprika 6 – 7 sveppir spínat, magn eftir smekk…