Ef ég ætti að velja einn eftirlætis grill-eftirrétt þá væri það án efa grillaður ananas með ljúffengri karamellusósu og ferskum hindberjum. Það er ekkert mál að bjóða upp á þennan eftirrétt í útileigunni og hann á eftir að slá í gegn hjá börnum og fullorðnum. Grillaður ananas með…
Kókos- og ananas kokteill sem kemur manni alltaf í sumarskap og í stuð ef út í það er farið. Bragðgóður, ferskur og auðveldur kokteill sem allir ættu að geta leikið eftir. Piña colada 4 dl frosinn ananas 2 dl ananassafi 1 dl kókosmjólk 1/2 – 1 dl kókosromm t.d. Malibu (magn fer auðvitað…
Stærsta ferðahelgi ársins framundan og eflaust margir að velta fyrir sér matnum um helgina, að minnsta kosti er ég að spá í því en ég er svosem alltaf að spá í mat. Ég grillaði humar í lokaþætti Matargleði Evu sem sýndir voru á Stöð 2 í vor og útbjó þetta…
Sumarið hefur flogið áfram og það er óhætt að segja að það hafi verið dásamlegt, ég hef notið þess að vera í sumarfríi með Hadda og Ingibjörgu Rósu. Að vísu gátum við Haddi ekki tekið mikið frí saman, þurfum auðvitað að púsla þessu eins og annað fjölskyldufólk. Engu að síður…
Ég bauð vinkonum mínum í brunch í síðustu viku en eins og ég hef margoft sagt þá er brunch í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég bauð stelpunum meðal annars upp á ítalska eggjaköku en það er í raun bökuð eggjakaka sem er yfirleitt steikt á annarri hliðinni og síðan…
Ég elska góða og matarmikla hamborgara, þessi djúsí borgari er með mexíkósku ívafi og er einn af mínum uppáhalds. Það er leikur einn að útbúa hamborgara og ég mæli hiklaust með því. Ég er búin að borða hamborgara ansi oft núna í sumar og fæ ekki leið, það er auðvitað…
Við fjölskyldan áttum yndislega daga á Spáni í byrjun júlí. Þetta var besta skyndiákvörðunin sem við höfum tekið í langan tíma, við nutum þess að vera í algjöru fríi. Slöppuðum af og borðuðum ís í öll mál, vorum ekkert að vandræðast yfir einhverju bikiníformi. Allir voru sælir og glaðir og…
Ingibjörg Rósa varð eins árs þann 6.júlí og við fögnuðum vel og innilega með fólkinu okkar um helgina. Ég ákvað að hafa afmælið eins einfalt og kostur væri, hamborgarar, ein tegund af köku og ís. Spáin var sæmileg og það var slegið upp garðapartí á Akranesi. Það var ekkert…
Eftir ljúft frí á Spáni hlakkaði ég til að fá mánudagsfiskinn minn, auðvitað er gott og gaman að borða allt sem hugurinn girnist þegar maður er í fríi en mig var farin að lengja eftir fisk. Það gladdi mig mjög mikið er ég sá að í fiskborðinu í Hagkaup var…
Það er virkilega notalegt að vera í sumarfríi með dömunni minni og byrja daginn á bakstri, við Ingibjörg Rósa bökuðum þessi skinkuhorn um daginn og þau runnu ljúft niður. Ég prófaði í fyrsta sinn að nota Camenbert smurost í skinkuhornin og það kom mjög vel út, einnig skar ég…