Góð helgi að líða undir lok og mig langar að deila með ykkur uppskrift að gulrótarköku sem mamma bakaði svo oft þegar við vorum yngri. Ég elska góðar gulrótarkökur með miklu kremi, já miklu kremi segi ég og undirstrika mikilvægi þess að vera með gott krem. Rjómaostakrem er mitt…
Ég deildi þessari uppskrift með áhorfendum Stöðvar 2 í þættinum mínum Matargleði á síðasta ári, einhverra hluta vegna rataði uppskriftin ekki hingað inn og nú bætum við úr því. Það er svo sannarlega alltaf staður og stund fyrir gott lasagna og ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift. Gott…
Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur og takk fyrir það gamla. Tíminn hefur svo sannarlega flogið áfram á nýju ári og ég ætlaði auðvitað að vera löngu búin að stinga nefinu hingað inn. Bæði skólinn og vinnan komin á gott skrið eftir dásamlegt jólafrí. Í dag byrjaði ég á nýrri þáttaröð…
Á gamlárskvöld er tilvalið að bjóða upp á frískandi og bragðgóða kokteila, mér finnst voða gaman að búa til kokteila og ég vil að þeir séu einfaldir. Mojito er í sérstöku eftirlæti hjá mér og ég ákvað að setja hann í nýársbúning. Hann er afar einfaldur og það þarf ekki…
Saltkaramella er gríðarlega vinsæl um þessa mundir og það má segja að árið 2015 hafi verið ár saltkaramellunar. Ég gjörsamlega elska þessa söltuðu karamellusósu og nota hana óspart. Mér fannst við hæfi að enda árið á alvöru súkkulaðibombu með saltkaramellusmjökremi, saltkaramellusósu og poppkorni með saltaðri karamellu. Sem sagt, saltkaramellu hinmaríki….
Marengsterta með daimkremi og ferskum hindberjum Ísterta með After Eight súkkulaði og ferskum berjum Ris a la Mande með kirsuberjasósu Ítalskur súkkulaðibúðingur með heitri berjasósu Toblerone terta með silkimjúku rjómakremi og jarðarberjum Sölt karamellusósa sem allir elska Piparkökuísinn með karamellusósu Súkkulaðimús með dökku súkkulaði Tiramísú Njótið vel kæru lesendur. xxx Eva…
Ítalir eru ekki eingöngu þekktir fyrir gott pasta og góðar pizzur en eftirréttirnir þeirra eru guðdómlegir. Einn af mínum eftirlætis eftirréttum er súkkulaði Panna Cotta með berjasósu, þið getið auðveldlega skipt dökka súkkulaðinu út fyrir hvítt súkkulaði. Mér finnst mjög fínt að bera fram þennan eftirrétt í veislum, sér í…
Ég deildi nokkrum uppskriftum í Nýju Lífi fyrir jólin þ.á m. uppskrift að marengsköku sem fær mig alltaf til að brosa. Já, brosa.. ég elska góðar marengskökur og þær eru svo einfaldar sem er alltaf plús. Ég geri yfirleitt botninn kvöldinu áður og leyfi botninum að kólna yfir nótt, svo…
Ég var búin að deila með ykkur eftirréttinum sem ég gerði fyrir hátíðarblað Hagkaups fyrir jólin en það var dásamleg After Eight terta sem ég mæli með að þið prófið en nú er komið að því að deila aðalréttinum með ykkur. Fyllt kalkúnabringa með waldorf salati, rósakáli, sætri kartöflumús og villisveppasósu…
Ris a la Mande er einn af mínum eftirlætis eftirréttum og nauðsynlegt að bera hann fram um jólin. Það kannast nú sennilega flestir við þennan eftirrétt og er hann mjög vinsæll á mörgum heimilum, enda er það enginn furða – hann er einstaklega góður. Rjómakenndur grautur með berjasósu og stökkum…