Vinkonur og súkkulaðihjúpaðir ávextir.

 Endurnærð. Það er fátt skemmtilegra en að hitta vinkonur á góðu kvöldi eða á góðum degi. Dagurinn byrjaði fremur illa, svaf yfir mig og tuðaði út í eitt. En en , borðaði síðan lunch með góðri vinkonu og átti yndislega stund með annarri vinkonu minni í dag.Ooog svo í kvöld hittist kökuklúbburinn, vinkonuhópurinn er semsé orðinn að kökuklúbbi. Hittumst reglulega og borðum saman kökur, spjöllum, hlæjum og höfum gaman. Nauðsyn fyrir sálina, skemmir svo aldeilis ekki fyrir þegar að vinkonur mínar eru búnar að eignast lítil kríli. Lítið kríli á öxl, kaka á disknum og vinkonur að hlæja. Ímyndið ykkur dásemdina!
Nú ætla ég að lesa smá og fara síðan í háttinn – ljúfur dagur að baki. 

 Ég útbjó þetta fyrir kökuklúbbinn, ætluðum að hafa hann örlítið healthy en ég meina smá súkkulaði skaðar ekki neinn. 
Ávextir skornir í bita (melóna, banani, vínber, jarðaber og ananas) Raðað á grillspjót. 
Hvítt og dökkt súkkulaði brætt  ( ekki saman) og svo mjakað vel á ávextina. 
Ferskt og gott.

 
xxx

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *