Elsku Haddi minn á afmæli í dag og ákvað ég því að skella í nokkrar cupcakes.
Mér finnst þessar agalega góðar og kremið dásamlegt.
Þær eru líka bara svo fallegar, ég tók svo margar myndir af þeim og var farin að semja sögur um hverja köku fyrir sig. Jú þið heyrðuð rétt, að mínu mati segir hver og ein kaka krúttlega sögu. Ég er líkast til pínu skrýtin að halda það, en en það er nú gott að vera pínu skrýtin.
Ég hef það alla vega mjög huggulegt með kökunum mínum. 🙂
Vanillu cupcakes með karamellum.
200 gr. Smjör
3 dl. Sykur
4 Egg
5 dl. Hveiti
1 1/2 tsk Lyftiduft
4 dl. Rjómi
2 msk. Kakó
2 msk. Kakó
2 msk. Vanilla Extract
14 karamellur að eigin vali ( Ég notaði Toms Golden karamellur)
Aðferð.
Þeytum smjör og sykur saman í um það bil fjórar mínútur, þá verður deigið orðið fluffy og fínt.
Bætum einu og einu eggi saman við. Sigtum hveiti og lyftiduft saman.
Bætum einu og einu eggi saman við. Sigtum hveiti og lyftiduft saman.
Bræðum karamellur og 1 dl. af rjómanum í potti við vægan hita, það er gott að byrja á þessu því karamellublandan þarf að kælast áður en við blöndum henni saman við.
Bætum hveitiblöndunni, vanillu extract, kakóinu, rjómanum og karamellusósunni saman við og blöndum í ca. 3 mínútur.
Þá ætti cupcakes blandan að vera tilbúin.
Þá ætti cupcakes blandan að vera tilbúin.
Inn í ofn við 180°C í 20 mínútur.
Dásamlegt hvítt súkkulaðikrem
Ég bræddi nokkrar karamellur til viðbótar og skreytti nokkrar cupcakes þannig.
Njótið vel elsku þið.
Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?
xxx
Eva Laufey Kjaran