TARTE TATIN

TARTE TATIN

  • 1 pakki smjördeig
  • 5 perur eða epli
  • 4 msk sykur
  • 4 msk smjör
  • 1 tsk sítrónubörkur
  • Vanilluís

Aðferð:

  1. Stillið ofninn í 180°C.
  2. Afhýðið eplin og skerið í nokkra bita.
  3. Hitið sykurinn á pönnu sem á fara inn í ofn. Um leið og hann byrjar að bráðna þá bætið þið smjörinu út á pönnuna.
  4. Raðið eplabitunum á pönnuna og dreifið rifnum sítrónuberki yfir.
  5. Snúið eplunum við einu sinni og steikið í 3 -4 mínútur á hvorri hlið.
  6. Smjördeigið á að vera örlítið stærra en pannan sjálf og gott er að þjappa köntunum ofan í pönnuna svo það myndist ekki gat.
  7. Setjið pönnuna inn í ofn og bakið við 180°C í 40 – 45 mínútur. Um leið og smjördeigið er orðið gullinbrúnt og búið að lyfta sér er kakan klár.
  8. Takið pönnuna út úr ofninum, setjið þann disk sem kakan á að fara á yfir pönnuna og hvolfið henni eins hratt og þið getið en munið að fara varlega.

Sáldrið flórsykri yfir kökuna í lokin og berið hana fram með vanilluís.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *