Ómótstæðilegt mozzarellasalat

Ljúffengt salat með mozzarella osti og tómötum

 • 2 stórar mozzarella kúlur
 • 15-20 kirsuberjatómatar
 • 2 buff tómatar
 • 5 sneiðar hráskinka
 • ½ búnt basilíka
 • 1 dl ólífuolía
 • Salt og pipar
 • Balsamikedik

Aðferð:

 1. Skerið niður tómata og leggið á fat.
 2. Rífið ostinn yfir tómata og kryddið með salti.
 3. Steikið hráskinku á pönnu þar til hún er orðin stökk, leggið hana yfir salatið.
 4. Merjið saman basilíku og ólífuolíu þar til blandan er orðin að pestói, kryddið til með salti og pipar.
 5. Setjið pestóið yfir salatið ásamt ferskum basilíkublöðum.
 6. Kryddið salatið með salti og pipar.
 7. Sáldrið ólífuolíu yfir ásamt smávegis af balsamikediki í lokin áður en þið berið salatið fram!

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *