Ég fékk margar fyrirspurnir um það hvaða stút ég notaði til þess að búa til rósir og hvernig maður býr til svona rósir svo ég tók nokkrar myndir sem vonandi sýna ykkur hversu auðvelt það er að laga svona fallegt kökuskraut. Ég nota stút frá Wilton númer 2D. Ég fékk…
Elsku Haddi minn á afmæli í dag og ákvað ég því að skella í nokkrar cupcakes. Mér finnst þessar agalega góðar og kremið dásamlegt. Þær eru líka bara svo fallegar, ég tók svo margar myndir af þeim og var farin að semja sögur um hverja köku fyrir sig. Jú þið…
Ef það er eitthvað sem ég gæti borðað alla daga þá eru það þessar ljúffengu bláberja cupcakes. Þær eru ferlega fljótlegar og eiga alltaf vel við. Hér kemur uppskriftin fyrir ca. 12 cupcakes. 280 gr. Hveiti 1 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Salt 115 gr. Púðursykur 2 egg 150 gr. Bláber…
Uppskriftin kemur hér. ca. 20 vanillubollakökur. 226 gr. Mjúkt smjör 450 gr. Sykur 5 Egg 330 gr. Hveiti 4 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Salt 3 dl. Rjómi 2 msk. Vanilla extract (eða vanilludropar) Fræ úr einni vanillustöng Aðferð: Smjör og sykur sett í hrærivélaskál og hrært vel saman í ca….
Epla crumble bollakökur Helgarnammið að þessu sinni eru þessar dásamlegu eplabollakökur. Þær eru svakalega góðar einar og sér, en nýbakaðar með ís eða rjóma eru þær algjört dúndur. Mér finnst eplakökur agalega góðar og ilmurinn um heimilið verður svo yndislegur. Epli og kanill fara náttúrlega sérlega vel saman. Uppskrift. 280…
Í gær þá bakaði ég vanillubollakökur og prufaði nýtt krem, sem er að mínu mati eitt það allra yndislegasta. Uppskrift af bollakökunum finnið þið hér Karamellukrem. 400 gr. Karamellur 6 dl. Rjómi Ath! Það þarf að byrja að laga kremið deginum áður en við ætlum að nota það. Ósköp einfalt. Setjum…
Desember genginn í garð með sínum dýrðarljóma. Allt verður svo kósí og huggulegt, ég er í prófum en reyni svo sannarlega að njóta þess. Áherslan er lögð á prófin, en það má þó ekki gleyma því að njóta þess að vera til á sama tíma. Þá líður manni betur og…
Maren systir mín verður þrítug á föstudaginn og var ég búin að segjast ætla að baka eitthvað fyrir veisluna þannig ég „neyddist“ til þess að prufa eina uppskrift í dag og mikil ósköp sem er gaman að dunda sér í bakstri. Að vísu gat ég ekki mikið dundað mér því…