Góð helgi að líða undir lok og mig langar að deila með ykkur uppskrift að gulrótarköku sem mamma bakaði svo oft þegar við vorum yngri. Ég elska góðar gulrótarkökur með miklu kremi, já miklu kremi segi ég og undirstrika mikilvægi þess að vera með gott krem. Rjómaostakrem er mitt…
Þegar að ég var yngri og mamma var að baka þá stóð ég yfir henni og reyndi að hjálpa til, ég var þó einungis bara að létta henni verkin svo ég myndi nú örugglega fá sleifina sem allra fyrst til þess að sleikja deigið af henni. Mér fannst svo gaman…
Október er mánuður Bleiku slaufunnar. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í báráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Árlegur meðafjöldi krabbameina hjá íslenskum konum er um 660. Það er skylda okkar að styðja baráttuna gegn krabbameini hjá konum og vera með slaufuna sýnilega. Mamma mín greindist með krabbamein þegar hún var einungis…
Ég og vinir mínir héldum babyshower fyrir vinkonu okkar í ágúst. Vinkona mín átti von á stúlku sem þýddi að bleikt þema réð ríkjum í veislunni eins og sjá má á þessum myndum. Babyshower eða gjafaveislur eru veislur sem haldnar eru til heiðurs tilvonandi mæðrum. Líkt og nafnið gefur til…
Sænskir kanilsnúðar eru sérlega góðir snúðar sem fanga augað. Í Svíþjóð er árlega haldin „kanelbullans dag“ þann 4 október. Október nálgast og því er tilvalið að setja á sig svuntuna og baka nokkra ljúffenga sænska kanilsnúða. Uppskriftirnar af sænskum kanilsnúðum eru ótal margar, ég var lengi vel að dúlla mér…
Um síðustu helgi þá fór ég ásamt ömmu minni að tína bláber. Mikið sem það var nú huggulegt að sitja úti í náttúrunni að tína blessuð berin, ég náði að fylla nokkrar dósir en ég stefni á að fara einu sinni enn, maður fær víst aldrei nóg af bláberjum. Bláberja…
Ég elska kökur og ég elska að baka þær. Þetta er gott ástarsamband. Laugardagsnammið, frönsk súkkulaðikaka. Uppskrift er að finna hér til hliðar í „bakstursást“. Fæ yndislegar vinkonur í mat, vinkonur sem ég hitti alltof sjaldan og því hlakka ég ansi mikið til. xxx
Ég veit fátt betra en nýbakaðar smákökur og ískalda mjólk, gerir líka lesturinn á kvöldin þeim mun skemmtilegri. Hnetusmjör + möndlur + súkkulaðibitakökur. Ég á eftir að finna gott orð yfir þessa dásemd, þessar kökur voru ljúffengar og mæli ég hiklaust með því að þið prufið.. En hér kemur uppskriftin.. 165…
Mig langar svo hrikalega oft í eitthvað gott þegar að ég kem heim úr skólanum en vil þó ekki detta í brauðsukkerí.. og því eru þessar pönnsur hrikalega góðar. Einfaldar – fljótlegar. Allt sem að svöng skólabörn elska. Og var ég búin að minnast á það hvað þær eru í…
Í kvöld var kökuklúbbur svo ég setti í eina skyrköku. Uppskrift 1 og hálfur pakki af dökku LU kexi. ca. 200 gr. smjör Kexið er vel mulið og smjörið er brætt og síðan bætt saman við. Tekur smá stund að mylja kexið, en það tekst að lokum 🙂 Ég…