Kjúklinga Enchiladas með Mexíkó osti Ólífuolía 1 rauðlaukur 1/2 rautt chili 1 rauð paprika 1 græn paprika 2 hvítlauksrif salt og pipar 2 kjúklingabringur 1 dós niðursoðnir tómatar 1 msk tómatpúrra 1 mexíkóostur 1 dl vatn Kóríander Tortilla kökur Rifinn mozzarella Sýrður rjómi Salsa Aðferð: Hitið olíu á pönnu, skerið…
Ég átti frábæra helgi með fólkinu mínu, en helgin byrjaði á vinkonudekri á Hótel Grímsborgum sem var algjört æði og ég ætla að segja ykkur betur frá því í vikunni. Svo fórum við fjölskyldan á Akranes og skutluðumst síðan á Hvolsvöll. Það var svo gott að komast aðeins í sveitina,…
Í þætti kvöldsins lagði ég áherslu á rétti sem tilvalið er að elda um páskana. Þetta andasalat með steiktum perum, stökkum valhnetum og geitaosti er yfirgengilega gott. Andabringur eru auðvitað algjört sælgæti og eru frábærar í salöt, páskamaturinn þarf alls ekki að vera þungur í maga og tilvalið fyrir þá…
Risotto er guðdómlegur hrísgrjónaréttur sem sameinar allt það sem mér þykir gott. Hægt er að útfæra réttinn á marga vegu og í þætti gærkvöldsins eldaði ég Risotto með ferskum aspas, stökku beikoni og sveppum. Einfalt og brjálæðislega gott með miklum parmesan. Ég pantaði mér Risotto á veitingahúsi í London fyrir…
Í þætti kvöldsins lagði ég áherslu á lúxus matseðil og setti saman þrjá ljúffenga rétti sem tilvalið er elda þegar þið viljið gera vel við ykkur. Nautasteik með öllu tilheyrandi er eitt af því besta sem ég get hugsað mér og ef ég ætla að elda eitthvað gott handa okkur…
Ef það væri hægt að finna lykt af matnum í gegnum sjónvarp/tölvu þá væruð þið eflaust kolfallin fyrir þessum ljúffenga rétti. Hann er það einfaldur að hann gæti flokkast sem skyndibiti, það tekur rúmlega fimmtán mínútur að búa hann til og er hann algjört sælgæti. Einfaldleikinn er of bestur og…
Fiskitakkós er algjör snilld til þess að fá fjölskylduna til að borða meira af fisk og grænmeti. Ég elska þessa uppskrift og geri hana mjög oft hér heima fyrir, það tekur enga stund að búa til þennan rétt og það er lygilega einfalt að baka sínar eigin tortillavefjur. Á föstudögum…
Í síðasta þætti lagði ég sérstaka áherslu á sjávarfang og eldaði meðal annars þessa ljúffengu humarsúpu sem er mjög vinsæl í minni fjölskyldu. Ef það er ferming, skírn eða önnur stór veisla í fjölskyldunni er þessi súpa undantekningarlaust á boðstólnum, og alltaf er hún jafn vinsæl. Uppskriftin kemur frá mömmu…
Í kvöld er komið að úrslitakeppni Eurovision og veljum við okkar framlag sem keppir síðan í Stokkhólmi í vor. Er ég spennt? Já. Enda forfallin Eurovision aðdáandi og auðvitað ætlum við að horfa á keppnina í kvöld, þá er tilvalið að skella í eitthvað gott og borða á meðan keppninni…
Í síðasta þætti af Matargleði Evu fékk ég til mín góða gesti í indverska veislu með öllu tilheyrandi. Indverskur matur er brjálæðislega góður og fullkominn matur til að deila með góðum vinum. Aðalréttur kvöldsins var Tikka Masala kjúklingur sem við erum svo hrifnar af. Berið kjúklingaréttinn fram með raita sósu,…