- Portóbello tacos
Fyrir 2:
Hráefni:
- 4 portóbelló sveppir
- 1 rauð paprika
- 1 hvítlauksrif
- ¼ rautt chili
- 1 tsk paprikukrydd
- 1 tsk cumin krydd
- Salt og pipar
- 2 msk ólífuolía
- 1 límóna
- 2 stilkar vorlaukur
- Kirsuberjatómatar
- 2 lárperur
- 1 dós Sýrður rjómi
- Handfylli kóríander
- Tortilla kökur
- Hreinn fetaostur, magn eftir smekk
Aðferð:
- Skerið sveppina í sneiðar, saxið chili, hvítlauk, kóríander og blandið öllu saman. Kryddið til með salti, pipar, paprikukryddi og cumin kryddi. Hellið olíu saman við og hrærið. Það er frábært ef þið hafið tíma að leyfa sveppunum að liggja í marineringunni í smá tíma.
- Á meðan sveppirnir liggja í marineringunni er ágætt að útbúa meðlætið.
- Setjið sýrðan rjóma, lárperur, 1 hvítlauksrif, handfylli kóríander, salt, pipar og safann úr hálfri límónu í matvinnsluvél og maukið fínt. Skerið kirsuberjatómata, magnið fer eftir smekk og blandið saman við lárperumaukið.
- Hitið olíu á pönnu, skerið papriku í sneiðar og steikið ásamt sveppunum í ca. 4 – 5 mínútur eða þar til sveppirnir eru mjúkir í gegn.
- Berið fram í tortillakökum sem gott er að hita í ofni, dreifið lárperumauki yfir kökurnar, síðan fara sveppirnir og í lokin er æði að sáldra ferskum fetaosti yfir. Svo má auðvitað saxa niður vorlauk og kóríander og dreifa yfir. Það má allt ?
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir