Pítsa með pestó, kjúkling og grænmeti.

Ég hef nú sagt ykkur nokkrum sinnum frá því hvað pítsur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. 
Ég nota oftast bara það sem ég á í ísskápnum hverju sinni, pítsur eru góðar með öllu að mínu mati. Og þó, bróðir minn fær sér stundum pítsu með túnfisk, rækjum og maís. Þá segi ég nú stopp. En þessi pítsa sem ég gerði mér um daginn er sérlega  fersk og bragðmikil. 
Ég bjó til speltbotn uppskrift finnið þið hér. Kryddaði kjúklingabringur með allskyns kryddum og lét í eldfast mót og inn í ofn í 20 – 25 mínútur. 
Það er gott að byrja á kjúklingabringunum því pítsabotninn þarf helmingi styttri bökunartíma en bringurnar. 

Það sem að mér finnst gott við þessa pítsu er að allt grænmetið er ferskt.
Ég notaði eftirfarandi grænmeti; 
Rauðlauk
Spínat
Kirsuberjatómata
Papriku

Í staðinn fyrir pítsasósu þá lét ég rautt pestó á pítsuna og stráði mozzarella ost yfir botninn, áður en hann fór inn í ofninn. 

Pítsan klár, kjúklingabringur klárar svo þá er að hefja dúlleríið. 

Að lokum reif ég duglega af ferskum parmesan osti yfir pítsuna. Mmm. 
Gott er að sáldra smá oreganó kryddi yfir sem og duglega af hvítlauksolíu.

Pítsa sem kitlar svo sannarlega bragðlaukana. Mæli með að þið prufið 🙂 
Ég vona að þið séuð búin að eiga góða helgi. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

  • Eva Laufey, ég er nýfarin að fylgjast með þér og finnst síðan þín alveg frábær. Get alveg týnt mér hér inni 🙂 Takk fyrir aðð leyfa mér að fylgjast með.

    Kv. Hjördís

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *