Bláberjaferð með ömmu

Um helgina þá fór ég aðeins upp í sumarbústað, þar í kring eru fullt af bláberjalyngum. Ég og amma fórum að tína bláber og nú á ég fullt af úrvals bláberjum. Það var ansi huggulegt að sitja og tína bláber með elsku ömmu, sem er heimins best. Við ætlum að fara eina ferð til viðbótar þar sem við erum búin að vera ansi dugleg að borða blessuð berin. Á morgun ætla ég að deila með ykkur bláberja bollakökum sem ég bakaði í dag og uppskriftin heppnaðast ansi vel. 
Ég hvet ykkur til þess að skunda út í náttúruna og tína ber.. 

Fallega amma mín hún Kristín 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *