Piparköku bollakökur

 Desember genginn í garð með sínum dýrðarljóma. Allt verður svo kósí og huggulegt, ég er í prófum en reyni svo sannarlega að njóta þess. Áherslan er lögð á prófin, en það má þó ekki gleyma því að njóta þess að vera til á sama tíma. Þá líður manni betur og þá lærir maður betur, að mínu mati. 
Ég fór í fyrsta prófið mitt í morgun, þá eru fjögur eftir. Eftir prófið í dag þá ákvað ég að baka eitthvað gott, dreifa huganum örlítið.
 Ég sá skemmtilega uppskrift af piparkökubollakökum um daginn sem mér leist vel á, ég breytti þeirri uppskrift svolítið sem kom bara vel út og kökurnar voru dásamlegar með góðu kremi. Jólalegar og yndislegar 🙂 
Hér kemur uppskriftin

 
3 Egg 
100 g sykur
100 g púðursykur
 300 g hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur
1/2 tsk. Engifer
1/2 tsk. Negull
1/2 tsk. Kanill
1/2 tsk. Hvítur pipar
130 g smjör
1 – 2 dl mjólk
Rifinn börkur af einni mandarínu
Safi úr tveimur mandarínum

Aðferð

Byrjum á því að stilla ofninn á 200°C.
Bræðum smjör, leggjum það til hliðar og kælum það. Blöndum eggjum og sykrinum vel saman í nokkrar mínútur. Safanum og börknum úr mandarínunni er bætt saman við. Síðast en ekki síst þá blöndum við þurrefnunum saman í sér skál, blöndum þeim því næst saman við eggjablönduna ásamt smjörinu og mjólkinni. 
  Þessu er blandað saman þar til þetta verður orðið að fallegu deigi sem er tilbúið að fara í formin sín inn í ofn.
Inn í ofn við 200°C í 20 mínútur. 
Kremið sem ég notaði á kökurnar er einfalt rjómaostakrem. Ó það er sko dásemdin ein! 
200 gr. Philadelphia rjómaostur (Hreinn)
1/2 Bolli smjör (Mjúkt)
1 1/2 tsk. Vanilla Extract
450 gr. Flórsykur
Rjómaostinum og smjörinu er blandað saman í 6 – 7 mínútur. Vanillu extract (vanilludropum) og flórsykrinum bætt við og blandað í um það bil 5 mínútur. Mér finnst best að kæla það í smá stund áður en ég nota það svo það verði ágætlega stíft. 
Með ást verður góð kaka til

Einfalt skraut, reif niður kanil. 

Njótið! Góða helgi og hafið það sem best um helgina. 
xxx
Eva Laufey

Endilega deildu með vinum :)