Mæli með

Fyrir rúmum mánuði síðan þá vantaði mig nýtt dagkrem, ég er búin að nota dagkrem frá Sóley (sem ég er mjög hrifin af) en ákvað að breyta aðeins til og prófa nýtt krem. Ég var búin að heyra svo ótrúlega góða hluti um EGF húðvörurnar svo mig langaði að prófa þær. 

 Ég er búin að nota bæði dagkremið og dropana núna í rúman mánuð og ég finn þvílíkan mun á húðinni minni. Mér finnst húðin á mér silkimjúk, mikið stinnari og frísklegri.  Ég er mjög ánægð með þessar vörur og þegar að maður er ánægður þá á maður að segja frá og deila gleðinni – ég mæli því eindregið með þessum vörum. 

xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *