Mæli með…. Public House

Ég elska að fara út að borða og njóta í góðra vina hópi.
Úrvalið af góðum veitingastöðum er gott og það er svo gaman að fara út að
borða, allir staðir troðfullir af fólki og miðbærinn iðar af mannlífi. Ég og vinkona mín
hún Dísa fórum út að borða á Public House og mamma mía hvað við fengum góðan mat. Bragðlaukarnir dönsuðu hreinlega… já við erum ekkert að skafa af
því. Við fórum í óvissuferð og fengum að smakka það besta af matseðlinum, mitt
uppáhald var Faux pizza sem er Japönsk gyoza pizza með geitaosti. Algjört
lostæti! 

Við sátum í nokkrar klukkustundir, borðuðum, drukkum hvítvín og
spjölluðum. Ég mæli með að þið farið á Public House, maturinn og þjónustan til
fyrirmyndar og verðlagið gott fyrir budduna. Að fara í fín föt, setja á sig
varalit og eiga notalega kvöldstund með vinum er hreint út sagt dásamlegt… já
þetta er alveg nauðsynlegt að gera vel við sig af og til.

Ég ætla í samstarfi við Public House að gefa heppnum lesenda gjafabréf fyrir 2 í óvissuferð fyrir sælkera. Eina sem þið þurfið að gera er að skrifa nafn og netfang í athugasemd fyrir neðan þessa færslu. Dregið verður út á föstudaginn.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)