Ljúffeng bananakaka með pekanhnetum

Ef ég er í fríi á laugardögum þá þykir mér svo gaman að baka eitthvað gott, bakstursilmurinn gerir líka heimilið enn notalegra. Ég átti banana sem voru á síðasta snúning og ætlaði að búa til bananabrauð, en svo datt mér í hug að prófa að búa til bananaköku fyrst mig langaði í almennilega köku með kremi. Ég er yfir mig hrifin af pekan hnetum og þær gegna lykil hlutverki í kökunni að mínu mati, auðvitað getið þið sleppt hnetunum ef þið eruð ekki hrifin af þeim. Ég mæli alla vega með að þið prófið. 
Bananakaka með pekanhnetum 

Fyrir fjóra til sex

Uppskrift

2 egg
3 dl sykur
2 þroskaðir bananar
60 g smjör
3 1/5 dl hveiti 
1 tsk vanillu extract (eða vanillusykur)
1/2 dl mjólk
2 tsk lyftiduft
½ tsk kanil
50 g pekanhnetur
Aðferð:
Hrærið saman egg og sykur þar til
blandan verður létt og ljós. Bræðið smjörið við vægan hita og leggið til
hliðar. Sigtið saman hveiti og lyftiduft a.m.k. tvisvar sinnum saman og blandið
saman við eggjablönduna. Merjið banana og bætið saman við ásamt mjólkinni,
vanillu og smjörinu. Blandið öllu vel saman, saxið hneturnar smátt og bætið
saman við í lokin.

Smyrjið form og hellið deiginu í formið. Bakið við  við 180°C í 45 – 50 mínútur.

Kælið kökuna mjög vel
áður en þið setjið á hana kremið góða.
Rjómaostakremið
dásamlega
100 g hreinn
rjómaostur
100 g smjör
200 – 250 g flórsykur
1 tsk vanillusykur
50 g brætt hvítt
súkkulaði
Ristaðar pekanhnetur, magn eftir smekk
karamellusósa
Hrærið saman rjómaostinum og smjörinu í
tvær til þrjár mínútur, bætið flórsykrinum smám saman við og vanillu. Bræðið
hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og bætið út í kremið í lokin. Hrærið vel í
blöndunni eða þar til kremið verður ljóst og létt.
 Dreifið kreminu yfir bananakökuna og sáldrið
ristuðum pekanhnetum yfir. (ristið hneturnar í smá stund á þurri pönnu.) Fyrst
við erum hvort sem er búin að setja ljúffengt krem á kökuna þá er alveg eins
gott að fara alla leið og setja smávegis af karamellusósu yfir. Sósan setur
punktinn yfir i-ið. Berið kökuna fram með þeyttum rjóma og njótið.

 Ég vona að þið hafið átt góða helgi kæru vinir og að ný vika verði ykkur enn betri. Það er alltaf tími fyrir kökur svo ég mæli með að þið prófið þessa köku einn daginn, ég vona að þið njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

6 comments

  • Væri líka til í að fá að vita hvernig karmellusósa þetta er ? er þetta svona íssósa ? Annars rugl girnileg kaka.. hlakka til að prófa hana! 🙂

    Kv. Ragna

  • Gerði þessa fyrir föstudagskaffið í vinnunni um daginn, sló í gegn. Notaði karmellu kremið sem ég setti á rice crispies kökuna sem er frá þér líka:-) Góa karmellur nammi nammi. En var líklega með of stutt form hún varð svo há hjá mér .. ætla að nota lengra krem næst. Takk kv. Ísey

Leave a Reply to Anonymous - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *