Halló mánudagur!

Gleðilegan mánudag kæru vinir. Ný vika, ný tækifæri og margt skemmtilegt framundan þessa vikuna. Ég byrjaði þennan mánudag á hressandi morgundrykk sem ég mæli með að þið prófið. Bætir og kætir. 
Hressandi mánudagsdrykkur

Handfylli spínat
3 dl frosið mangó í bitum
1 banani 
1/2 límóna, safinn
1 msk chia fræ (gott að leggja þau í bleyti í 10 mín) 
3 cm rifinn engiferrót
1 lítil vanillu skyrdós
smá skvetta agavesíróp eða lífrænt hunang
cayenne pipar (mjög sterkt, svo farið varlega! magn eftir smekk) 
appelsínusafi með aldinkjöti, magnið fer eftir smekk. 
Blandið öllu saman í blandara í 3 – 4 mínútur. Þessi skammtur dugir mér í tvö til þrjú glös yfir daginn. Mæli svo sannarlega með að þið prófið þennan drykk því hann er svakalega góður og næringarríkur. 

Ég vona að vikan ykkar fari vel af stað, ég er að vinna í allskyns skemmtilegum verkefnum og vikan byrjar mjög vel. Ég mæli með að þið hafið það fyrir reglu að skipuleggja eitt kvöld í viku  með fjölskyldu og vinum, bjóðið þeim í mat og njótið þess að vera saman. Það eru allir svo uppteknir og mikið að gera hjá öllum, en það er nauðsynlegt að hitta fólkið sitt og borða góðan mat. Stundirnar sem við eigum saman við matarborðið eru þær mikilvægustu í amstri dagsins, gefum okkur tíma fyrir fólkið okkar og höfum gaman. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *