Risotto með ferskum aspas og stökku beikoni
- 1 msk ólífuolía + klípa smjör
- 1 laukur
- 2 hvítlauksrif
- 4 dl arborio hrísgrjón
- 8 dl humarsoð (humarkraftur + soðið vatn)
- 2 dl hvítvín
- Salt og pipar
- 60-80 g parmesan ostur
- 2 msk smjör
Ofan á:
- Smjörklípa
- 12 humarhalar (ca 4 humarhalar ofan á réttinn)
- Salt og pipar
- Steinselja, magn eftir smekk
- Ferskur nýrifinn parmesan
Aðferð:
- Hitið ólífuolíu í potti og steikið laukinn og hvítlauk í 2-3 mínútur. Bætið arborio grjónum út í og hrærið stöðugt.
- Hellið hvítvíninu saman við og leyfið því að sjóða niður, hellið næst humarsoðinu smám saman við og hrærið mjög vel
á milli. - Bætið parmesan ostinum og smjörinu saman við í lokin og kryddið til
með salti og pipar. - Takið humarinn úr skelinni og hreinsið vel. Þerrið mjög vel og steikið upp úr smjöri á pönnu, kryddið til með smá salti og pipar.
- Setjið humarinn yfir hrísgrjónin, saxið niður steinselja og rífið niður parmesan og sáldrið yfir réttinn eftir smekk.
Njótið vel!
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir